SVEITA- SAMFLOT í Laugaskarði 16. september

verð:6.500 kr.


Systrasamlagð og Flothetta kynna:

SVEITA- SAMFLOT Í LAUGASKARÐI 16. september 2017.


Systrasamlagið og Flothetta í samvinnu við Hveragerðisbæ kynna sannkallað lúxus haust Sveita-Samflot í Sundlauginni Laugaskarði, laugardagskvöldið 16. september.maí frá 20.00 til 21.30. Þetta er í fjórða sinn sem Sveita-Samflot er haldið í sérstaklega upphitaðri lauginni í Laugaskarði en Sveita-Samflotin þar undanfarið hafa lukkaðist afar vel og þótt einstaklega notaleg.

Við fáum Þóreyju Viðars jógakennara, leiðsögumann og tónheilara með meiru til liðs við okkur. Hún mun leiða okkur inn í Sveita-Samflotið með öndunaræfingum og körftugri tónheilun með kristalsskálum. 

Sundlaugin Laugaskarði sem er í hópi elstu lauga landsins, fræg fyrir fallegt umhverfi og náttúrulega eiginleika. Hún er svokölluð gegnumrennslislaug. Hituð upp með jarðgufu, sem tryggir eðlilegt sýrustig og hreinleika vatnsins. Laugin verður sérstaklega hituð upp í tilefni Sveita-Samflotssins 16. september.

Byggjum okkur upp fyrir veturinn og fljótum & njótum í Laugaskarði.

Verð:

8.000 kr með leigu á Flothettu & fótafloti.
6.500 kr. fyrir þá sem eiga Flothettu & fótaflot.

Innifalið:
Aðgangur að Laugaskarði
Flothetta & fótaflot (fyrir þá sem ekki eiga).
Nærandi drykkur, skot og súrdeigssamloka til að grípa með sér eftir Samflotið.
Miðasala fer fram í hér á vef Systrasamlagsins, www.systrasamlagid.is 

Allir hjartanlega velkomnir.

ATH að fólk fer í Hveragerði á eigin vegum og þar bíða Flothetturnar þeirra sem hafa leigt þær.

 

Vítamín & bætiefni

Eftir miklar vangaveltur ákváðum við systur að veðja á Viridian vítamín- og bætiefnalínuna. Það kemur aðallega til að því hversu vel sú lína er hugsuð og vönduð. Og líka vegna þess að flest þau efni sem hún inniheldur, eru ræktuð og unnið í landinu þar sem hún er framleidd, þ.e. í Bretlandi. Viridian er að miklu leyti úr vottuðu lífrænum jurtum og inniheldur engin fylliefni. 

Lesa meira

Möntru Armbönd

Möntru Armböndin eru einföld og elegant armbönd með fínlegu yfirbragði. En um leið djúpum undirtón í gefandi orðum og setningum sem minna á það besta sem lífið hefur fram að færa. Fallegt skart. Hvetjandi áminning. Veita sannarlega innblástur, næra, gefa, skreyta og fegra.

Lesa meira

 

Dr. Bach ilmvötn

Ilmvatn á sannarlega að vera gefandi í öllum skilningi, þótt því fari víðsfjarri í mörgum tilfellum. Nú má í fyrsta sinn hér á landi og í Systrasamlaginu EKTA ilmvatn unnið samkvæmt strangri franskri ilmvatnshefð með lífrænum innihaldsefnum, ilmvötn sem eru líka án eiturs og aukefna. Þau hafa nú þegar slegið í gegn í Systrasamlaginu. 

Lesa meira