Jóga með Thelmu og hafragratur Systra 18. okt til 8. nóv + 2 x jóga nidra

verð:11.000 kr.


Jóga með Thelmu og hafragratur Systra 18. okt til 8. nóv + 2 x jóga nidra tímar.

Systrasamlagið kynnir 4 jógatíma og 2 jóga nidra tíma sem fram fara í okkar notalegu verslun í október og nóvember.  Mjúkt morgunjóga og hafragratur með Thelmu Björk verður á dagskrá miðvikudagsmorgnanna 18. og 25. október og 1. og 8. nóvember kl. 8.20 til 9.20.
Að auki verður boðið upp á 2 x föstudags jóga nidra tíma 27. október og 12. nóvember frá 18.30 til 19.20 og engiferskot á eftir.

Verð á fyrirfram greiddu korti/tímum í alla 6 tímanna hér netsölu er kr. 11.000 kr (sem þýðir að einn timinn er frír). Takmarkaður fjöldi.

Thelma Björk kennir kundalini morgunjóga, sem er mest vaxandi jógaiðkun í heminum í dag, og eftir morgunjógatímann verður boðið upp á lífrænan, glútenlausan og girnilegan HM  hafragraut að hætti Systrasamlagsins.

Jóga nidra tímarnir á föstudögum er svo mögnuð leið til að endurnýja orkuna eftir annasama vinnuviku.

Það er gaman að segja frá því að Thelma Björk sem einnig er fatahönnuður og listennari, varð hugfanginn af kundalini jóga þegar hún var ólétt af syni sínum, Skorra. Eftir að hann kom í heiminn lá því leið hennar í jógakennaranám hjá Auði Bjarnadóttur í Jógasetrinu. Um áhrif kundalini iðkunnar á líf sitt segir Thelma Björk að það hafa breytt ýmsu.”Ég hef náð að næra allt það bjarta og góða í mér og sjá það í öðrum, auk þess sem ég upplifi aukinn kjark og úthald til að takast á við þær áskoranir sem ég mæti í lífinu. Umfram allt hef ég öðlast traust til lífsins í gegnum jógaiðkun mína.
Ég treysti því að lífið færi mér allt sem ég þarf og allt sem ég vil.”
Thelma kennir einnig í Jógasetrinu.

Verð per tíma er 2.200 kr og er hafragrauturinn innifalinn í verði í morgujóatímunum og engiferskot eftir jóga nidra tímanna. Ef allir sex tímarnir eru keyptir saman er einn tíminn frír.

Tryggðu þér pláss því takmaraður fjöldi kemst að Systrasamlaginu sem hefur auk þess að vera kaffihús og verslun hefur reynst frábært fyrir jógaiðkun.

Jógadýnur og allar græjur á staðnum.


Gengið er inn í Systrasamlagið í gegnum garðinn á bakvið. Og endilega klæðist mjúkum og þægilegum fatnaði.

Vítamín & bætiefni

Eftir miklar vangaveltur ákváðum við systur að veðja á Viridian vítamín- og bætiefnalínuna. Það kemur aðallega til að því hversu vel sú lína er hugsuð og vönduð. Og líka vegna þess að flest þau efni sem hún inniheldur, eru ræktuð og unnið í landinu þar sem hún er framleidd, þ.e. í Bretlandi. Viridian er að miklu leyti úr vottuðu lífrænum jurtum og inniheldur engin fylliefni. 

Lesa meira

Möntru Armbönd

Möntru Armböndin eru einföld og elegant armbönd með fínlegu yfirbragði. En um leið djúpum undirtón í gefandi orðum og setningum sem minna á það besta sem lífið hefur fram að færa. Fallegt skart. Hvetjandi áminning. Veita sannarlega innblástur, næra, gefa, skreyta og fegra.

Lesa meira

 

Dr. Bach ilmvötn

Ilmvatn á sannarlega að vera gefandi í öllum skilningi, þótt því fari víðsfjarri í mörgum tilfellum. Nú má í fyrsta sinn hér á landi og í Systrasamlaginu EKTA ilmvatn unnið samkvæmt strangri franskri ilmvatnshefð með lífrænum innihaldsefnum, ilmvötn sem eru líka án eiturs og aukefna. Þau hafa nú þegar slegið í gegn í Systrasamlaginu. 

Lesa meira