UPPSELT. ÁHRIF NÆRINGAR OG LÍFSTÍLS Á ANDLEGA & LÍKAMLEGA HEILSU 16. OKT.

verð:7.000 kr.

Uppselt

UPPSELT ER Á NÁMSKEIÐIР

Nú er lag að taka upp hið frábæra námskeið Heiðu Bjarkar Sturludóttur, Áhrif næringar og lífstíls á andlega og líkamlega heilsu sem margir hafa spurst fyrir um. Nýtt námskeið verður haldið í Systrasamlaginu þriðjudaginn 16. október frá 18.00-20.00.

Heiða er mikill með viskubrunnur og allt í senn næringarþerapisti, kennari, umhverfisfræðingur, jógakennari og leiðsögukona. 

Á námskeiðinu  er m.a. ævi munnbitans rakin frá munni til þarma og ætlar Heiða sem sjálf hefur þurft að takast á við heilsufarsvandamál, bæði eigið og sonar síns, að fara yfir eftirfarandi á námskeiðinu:

-Melting og hvað þar getur farið úrskeiðis

-Heilsan býr í kviðnum

-Þarmaflóran og mikilvægi hennar

-Fjallað um það hvað hægt er að gera við algengum kvillum s.s. uppþemu, brjóstsviða, harðlífi, liðabólgum, einbeitingarskorti, exemi og háþrýstingi

-Áhrif næringar og lífstíls á meltingu

-Hollustusmakk

-Öndunaræfingar kenndar og áhrif þeirra á heilsu

-Kynnt verða smáforrit sem hægt er að nota við slökun og hugleiðslu

-Mætvæli sem mikið hafa verið í umræðunni: glúten, kúamjólk, sykur.

-Áhrif sólarljóssins og svefnsins á heilsu

 

Heiða hefur semsé sjálf glímt við heilsufarsvandamál þar sem næring, lífstíll og jóga hafa haft mikil jákvæð áhrif. Hún á son sem losnaði við Tourette´s taugaröskun á örfáum mánuðum með breytingu á næringu og lífstíl. Nokkrum árum síðar þegar hann veiktist aftur og læknar stóðu ráðþrota gagnvart verkjum og orkuleysi, náði hann bata með næringu og jóga. Trú Heiðu á áhrif lífsstíls og næringar er því tilkomin vegna eigin góðu reynslu en hún er líka menntuð í næringarþerapíu og mörgu öðru og hefur miklu að miðla.

Hér er stiklað á stóru um menntun Heiðu (en hún er í líka með meirapróf):
Nám hjá Jógasetrinu í Kundalini Yoga – Útskrift vor 2017
Næringarþerapía (Naturopathic Nutritional Therapy) – þriggja ára nám við Natural Healthcare College á Englandi – DipNNT 2016
Nám í efnafræði og líffræði – Canadian College of Naturopathic Medicine 2009
MA Umhverfisfræði – Universidad Carlos III – 2000
Leiðsögumannapróf – Leiðsöguskólinn í Kópavogi - 1996
BA Sagnfræði – Háskóli Íslands – 1995
 

Umsagnir um námskeið með Heiðu:

Heiða hefur smám saman verið að byggja upp sín frábæru námskeið: Þau sem hafa sótt þau hafa m.a. þetta um málið að segja.

,,Námskeið Heiðu er mjög fróðlegt og gagnlegt. Meira að segja fyrir mann sem taldi sig vera í góðum málum varðandi hollustu og næringu. Heiða fer yfir víðan völl og fléttar inní næringarfræðin hugleiðslu, djúpöndun og ýmsu fleira sem snertir andlega og líkamlega líðan. Hún er mikill viskubrunnur og endalaus uppspretta af skemmtilegheitum.”
-Marteinn Þórsson, kvikmyndagerðarmaður.

,,Námskeiðið var algjör snilld, vel sett upp og skemmtilegt. í því var undirstrikað hvernig vel samansett máltíð á að vera , hvað við getum gert til þess að tryggja góða meltingu bæði hvað varðar bætiefni og hugleiðslu. Mæli eindregið með því”.
-Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir

Verð: 7.000 kr

Ps: Boðið verður upp á drykk og snakk á námskeiðinu í Systrasamlaginu, 20% afslátt af vítamínum og bætiefnum og 10% af öðrum vörum.