Breathe

verð:6.500 kr.


Breathe möntru armband

"Breathe, knowing that you are experiencing the most amazing miracle of all, the gift of life.
As long as you breathe, there is hope, there is love, strength, and joy.
Remember to slow down; live, breathe, and learn. "

MÖNTRU ARMBÖNDIN eru einföld og elegant armbönd með fínlegu yfirbragði. En um leið djúpum undirtón í gefandi orðum og setningum sem minna á það besta sem lífið hefur fram að færa. Fallegt skart. Hvetjandi áminning. Veita sannarlega innblástur, næra, gefa, skreyta og fegra. 

Innihalda
MÖNTRU ARMBÖNDIN eru laus við ofnæmisvalda og innihalda ekki nikkel eða blý. Gylltu Möntru Armböndin sem og þau úr rósagulli eru úr sama efni og silfurarmböndin en með 18 karata sterkri gullhúð, sem hvorki fellur á né missir gljáa og endist vel. MÖNTRU ARMBÖNDIN má móta og aðlaga úlnlið hvers og eins. Hönnuð af ást & umhyggju ungra hönnuða í LA.

Meðhöndlun
Strjúkið af með mjúkum klút. Forðist mikla snertingu við sterk hreinsiefni, hvíttunarefni og kemísk ilmvötn. Gott að geyma í skartgripakassa eða í mjúkum klút. Við mælum með að þið farið hvorki með þau í bað, sund, heita potta eða gufubað.

Fleiri tegundir möntru armbanda fást í Systrasamlaginu.