Hátíðarkakó Systrasamlagsins - 20 bollar

verð:8.500 kr.

Uppselt

Poki með tuttugu bollum (400 grömm) af niðurskornu 100% lífrænu og óerfðabreyttu hreinu kakói.

TÖFRANDI Cerimonial kakó Systrasamlagsins. Það sama og þú færð í vinsælasta cacaó bolla landsins (hjá okkur).

Við fáum kakóið okkar frá Kamillu kakódrottningur. Það er hreinræktað “ceremonial grade cacao" og sannkölluð ofurfæða. Inniheldur mesta magn magnesíum og andoxunarefna nokkurrar plöntu, er mjög góður náttúrulegur orkugjafi og ástardrykkur. Það inniheldur phenylethylamine (PEA), efni sem við framleiðum þegar við verðum ástfangin. PEA skerpir líka fókus og athygli. Anandamide, sem einnig er þekkt sem "the bliss chemical", er endorfín sem mannslíkaminn framleiðir og hefur aðeins fundist í einni plöntu – Cacao Theobroma. Kakó er blóðflæðisaukandi, hefur jákvæð áhrif á úthald og orku, minnkar bólgur, ýtir undir framleiðslu á gleðiboðefninu serótónín, lækkar streituhormónið kortisól og örvar vellíðunarstöðvar í heilanum og framleiðslu á endorfíni. Að auki inniheldur það króm, theobromine, manganese, sink, kopar, járn, C vítamín, omega 6 fitusýrur og tryptophan svo eitthvað sé nefnt af þeim 1000 efnum sem kakóið inniheldur.