UPPSELT. HAUSTHREINSUN MEÐ AYURVEDAÍVAFI

verð:9.800 kr.

Uppselt

UPPSELT ER Á VIÐBURÐINN!

 

BENDUM Á ANNAÐ EINS NÁMSKEIРSEM ER ÞRIÐJUDAGINN 8. OKTÓBER.

Hausthreinsun fyrir lifur & lund með Heiðu Björk Sturludóttur næringarþerapista og jógakennara (með meiru) verður nú með Ayurveda ívafi og haldið í Systrasamlaginu 16. september frá 18.00-20.30.

 

Á þessu áhugaverða og árangusríka námskeiði verður fjallað um leiðir líkamans til að losa sig við úrgangs- og eiturefni og skoðað hvað hægt er að gera um leið hvað getur farið úrskeiðis.

 

Farið verður yfir hvernig best er að hefja nokkurra daga lifrarhreinsun, sem byggir á því að borða áveðinn mat og taka inn viss bætiefni sem styðja við hreinsun lifrarinnar. En um leið er talað um hvaða matur og drykkir gera lifrinni erfitt fyrir. Jafnframt ætlar Heiða að styðjast við hinn magnaða þekkingagrunn Ayurvedafræðanna sem leggja áherslu á að koma jafnvægi á hugar/líkamsgerðirnar þrjár, vata, pitta og kapha. Það verður skoðað með tilliti til þess að losa líkamann jafnt og þétt við “ama,” sem eru óæskileg úrgangsefni.

Við mælum með níu daga lifrarheinsun sem skilar jafnan frábærum góðum árangri.

Hausthreinsun með Heiðu er hressandi leið til að hefja nýtt tímabil og einstaklega orkugefandi.

Það þarf þó að huga að fleiru en eingöngu líkamanum þegar gerð er heildræn hreingerning. Hugann þarf að taka með og losa um staðnaðar og letjandi hugmyndir og tilfinningar sem geta staðið andlegri heilsu fyrir þrifum.
Á námskeiðinu verða einnig kenndar öndunaræfingar sem styðja við hreinsun líkamans og meltingu næringarefna.


Heiða Björk mætir á námskeið með hið undurfallega Chiron Gong og Tíbet skál sem mun ljá námskeiðinu fallega tóna. Í lok námskeiðs verður semsé boðið upp á stutta, nærandi og hreinsandi hugleiðslu undir stjórn Heiðu.

Systrasamlagssystur bjóða upp á hreinsandi en bragðgóðar veitingar á námskeiðinu og gefa gagnlegar uppskriftir.

Hér er því um að ræða einstaka nálgun og afar áhugaverða stund sem við hvetjum sem flesta til að sækja.

Verð: 9800 kr.

Ps: Boðið verður upp á drykk og snakk á námskeiðinu í Systrasamlaginu, 20% afslátt af vítamínum og bætiefnum og 10% af öðrum vörum.

ATH. Gestir á námskeiðinu sem hafa áhuga geta í framhaldi keypt einkatíma í mælingu hjá Heiðu Björk á stöðu sinna hugar/líkamstegunda og fengið ráðleggingar um hvernig koma á þeim í jafnvægi. Þær mælingar taka innan við 40 mínútur með útskýringum og þurfa að fara fram að morgni (milli 7 og 11). Skýrsla með ráðleggingum er síðan send í tölvupósti eftirá. Tíminn í mælingu verður á sérstökum afslætti fyrir námskeiðsgesti, eða 6000 kr í stað 10.000 kr.
 

MEIRA UM HREISNUN:
Til að viðhalda góðri heilsu er jafn mikilvægt að losa líkamann við óæskileg úrgangsefni og eins að gefa honum góð næringarefni til að vinna úr.  Annars geta úrgangsefnin truflað heilbrigða líkamsstarfsemi.

Líkami okkar er í raun fullkomin efnaverksmiðja, sem þarf á réttum efnum að halda bæði til viðhaldog orkugjafar og til að losa líkamann við eitur- og  úrgangsefni. Það er því ekki að ástæðulausu að í flestum menningarheimum eru hreinsanir eðlilegur taktur lífsins. 
Lifrin er einna mikilvægust í hreinsunarstörfunum og segja má að hún sé vinnuþjakaðasta líffæri líkamans, þar sem hennar verkefni eru svo margvísleg. Líf nútímamannsins gerir lifrinni síðan erfitt fyrir þar sem fjöldi aukaefna, sem hún þarf að hreinsa út, eykst sífellt.  Álagið á lifrina er mikið. Við fáum allskyns aukaefni og eiturefni í okkur í gegnum umhverfið s.s. úr snyrtivörum, hreinlætisvörum, eldvarnarefnum í húsgögnum, aukaefni í matvælum, lyfjum o.s.frv.
Lúin lifur getur þannig verið uppspretta margvíslegra kvilla svo sem húðvandamála, bjúgsöfnunar, orkuleysis, ofnæmis, offitu og fleira.

HAMINGJA EÐA VANSÆLD?
Í dag staðfesta fjöldinn allur af rannsóknum að kvíði, streita, sorg, hræðsla og aðrar tilfinningar eru ekki eingöngu andlegt ástand, heldur einnig líkamlegt ástand sem hefur áhrif á blóðþrýsting, hormónajafnvægi, taugaboðefni og lífefnafræði líkamans í heild. Hamingjusöm og afslöppuð manneskja er lífefnafræðilega ólík stressaðri, reiðri og vansælli manneskju.

UM HEIÐU BJÖRK
Heiða Björk hefur semsé sjálf glímt við heilsufarsvandamál þar sem næring, lífstíll og jóga hafa haft mikil jákvæð áhrif. Hún á son sem losnaði við Tourette´s taugaröskun á örfáum mánuðum með breytingu á næringu og lífstíl. Nokkrum árum síðar þegar hann veiktist aftur og læknar stóðu ráðþrota gagnvart verkjum og orkuleysi, náði hann bata með næringu og jóga. Trú Heiðu á áhrif lífsstíls og næringar er því tilkomin vegna eigin góðu reynslu en hún er líka menntuð í næringarþerapíu og mörgu öðru og hefur miklu að miðla.

Menntun Heiðu Bjarkar:
Nám hjá Jógasetrinu í Kundalini Yoga – Útskrift vor 2017
Næringarþerapía (Naturopathic Nutritional Therapy) – þriggja ára nám við Natural Healthcare College á Englandi – DipNNT 2016
Nám í efnafræði og líffræði – Canadian College of Naturopathic Medicine 2009
MA Umhverfisfræði – Universidad Carlos III – 2000
Leiðsögumannapróf – Leiðsöguskólinn í Kópavogi - 1996
BA Sagnfræði – Háskóli Íslands – 1995

TAKTU DOSHA PRÓF.