Tarot og talnaspeki með Tinnu. KAFAÐ OFAN Í ÖRLAGASPILIN

verð:9.800 kr.


Skammdegið er hárrétti tíminn tíminn til að kafa ennþá dýpra ofan í hin kyngimönguðu tarotspil. Á þessu spennandi framhaldsnámskeiði sem verður mánudaginn 25. nóvember frá 18-20 ætlar Guðrún Tinna Thorlacius að kenna allt sem hún hefur viðað að sér um ÖRLAGASPILIN (MAJOR ARCANA), fara ofan í táknmyndir þeirra og sögu og um leið tengja þau við talnaspeki og kristalla. Makmið námskeiðsins er að þátttakendur fái hugrekki til að spá og nýti sér tarotspilin til fulls.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Guðrún Tinna, sem er kvenna fróðust um tarot og talnaspeki, hefur haldið mörg skemmtileg námskeið í Systrasamlaginiu og vinsæl spákonusíðdegi. Tinna, eins og hún er kölluð, fer djúpt í túlkun örlagaspilanna í tarotspilunum, miðlar visku þeirra og ekki síst, tengir þá við tölur. Kristallar eru hluti þessarar órjúfanlegu heildar.

Þetta spennandi námskeið er sem sniðið fyrir þá sem eitthvað þekkja inn á tarotspil, en þarfnast æfingar og hugrekkis til að spá fyrir fleirum en sálfum sér. Í bland við talnaspekina gefa tarotspilin okkur innsýn inn í þá orku sem við stöndum frammi fyrir þegar við fæðumst og hver áhrifin eru og verða. ATH: Þar sem tölur hvers og eins eru túlkaðar er nauðsynlegt að hver og einn þátttakandi sendi okkur fæðingardag sinn fyrirfram (um leið og þið kaupið pláss) og komi líka með eigin tarot spil með sér (eða kaupi á staðnum).

Punkturinn yfir i-ið er að boðið verður upp á kakó (cacao) úr regnskógum Gvatemala.

Ps: Í tilefni þessarar skemmtilegu stundar verður annars 20% afsláttur af Moonchild og Starchild tarotspilunum, sem notuð verða m.a. á námskeiðinu.  Við mælum með að þið eignist önnur þeirra. Og 10% afsláttur verður af kristöllum í Systrasamlaginu.

Meira um Tinnu:
Tinna er hómópati og ACC alþjóðlega vottaður markþjálfi og hefur unnið ötullega að markþjálfun einstaklinga og hópa undanfarin ár. Hún hefur einnig haldið fjölda námskeiða sem tengjast markþjálfun, heilsu og eflingu andans.