LÆRÐU AÐ HUGLEIÐA M/ THELMU & ÖSSA. FELLT NIÐUR

verð:7.500 kr.

Uppselt

Námskeið er fellt niður.

Thelma og Össi eru par og hrífandi persónuleikar. Áður en þau hittust fyrst (í Systrasamlaginu) höfðu þau bæði aflað sér menntunar sem jóga- og hugleiðslukennarar og það er ástríða þeirra beggja. Ferðalagið um jóga- og hugleiðsluheima hefur fært þeim margt sem þau vilja nú miðla á námskeiði á númer 2 í Systrasamlaginu sem ákveðið hefur verið að fresta til mánudagsins 27. apríl frá 18-20. (Átti að vera mánudaginn 30. mars frá 18-20.). Ath allir sem áttu pláss 30. mars eru velkomnir 27. apríl í staðinn.


Uppselt var á námskeið þeirra 24. febrúar og færru komust að en vildu. En nú er lag að mæta og læra nokkur grunnatriði hugleiðslu á skemmtilegu og áhugaverðu námskeiði.

Thelma Björk Jónsdóttir er með kundalini kennararéttindi, lærði jóga nidra og flotþerapíu og er samstarfsfélagi Systrasamlagsins um Sökun í borg. Thelma hefur haldið úti vikulegri og mjög vinsælli hugleiðslu í Systrasamlaginu undanfarin ár. En síðast en ekki síst hefur hún verið stjórnandi Morgunhugleiðslunnar á Rás 1.
 

Össi Árnason er fyrrverandi sjómaður og núverandi kvikmyndagerðamaður. Hann fór til Indlands og lærði jógakennarann og hefur seinasta áratug haft brennandi áhuga á andlegum og líkamlegum málefnum.

Á hugleiðslunámskeiðnu deila Thelma og Össi 4 áhrifaríkum hugleiðsluaðferðum og öndunaræfingum sem hvetja okkur öll til að gera hugleiðslu sem hluta af daglegu lífi okkar.

Innifalið er:
- Innblástur og kraftur inn 2020.
- Aðgangur að lokuðum Facebook-hópi með áframhaldandi innblæstri
- Boðið verður upp á nærandi jurtadrykk og snarl og óvæntan glaðning.


Námskeiðið kostar 7500 kr og sala á plássum fer fram á systrasamlagid.is
 

Hér eru nokkur dæmi um áhrif hugleiðslu á tilfinningar og veikindi/sjúkdóma:

Áhrif á tilfinningar:
Þú hættir að ofhlaða og setja tilfinningar í allar hugsanir þínar.
Meiri ró og vellíðan

Þú veitir athygli aðstæðum sem geta valdið streitu og þannig komið í veg fyrir þær.

Þú getur degið þig í hlé í erfiðum aðstæðum.

Áhrif hugleiðslu á sjúkdóma/ veikindi:
Hugleiðsla hentar ekki síður þeim sem eru að fást við líkamleg en andleg óþægindi og í sumum tilfellum veikindi eða sjúkdóma. Sumir líkamlegir sjúkdómar eru nefnilega þannig að þeir versna undir andlegu álagi. Í dag styðja fleiri og fleiri vísindalegar rannsónir góð áhrif hugleiðslu á líkamleg veikindi, þótt ennþá séu vísindamenn sem telja að ekki sé hægt að draga miklar ályktanir enn sem komið er. Með það í huga hafa vísindalegar rannsóknir sýnt að hugleiðsla dregur úr:

Kvíðaröskun

Asma

Hliðarverkunum krabbameina

Þunglyndi

Hjartasjúkdómum

Verkjum

Svefnvandamálum

Þó ber að hafa í huga að hugleiðsla læknar ekki þessi veikindi/sjúkdóma en gagnast sannarlega við að draga úr óþægilegum einkennum þeirra.