ÖNDUNARNÁMSKEIÐ m/ Björgu Brjánsdóttur 10. febrúar

verð:3.500 kr.

Uppselt

 

Velkomin á afar áhugavert tveggja tíma öndunarnámskeið sem haldið verður í Systrasamlaginu sunnudaginn 10. febrúar frá 13 til 15. Kennari er Björg Brjánsdóttir flautuleikari og kennari í líkamsbeitingu og hugleiðslu.
Allir anda, en er sama hvernig við öndum?
Á námskeiðinu skoðum við:
Hvað gerist í líkamanum þegar við öndum
Hvað er ,,ákjósanleg” öndun
Áhrif öndunar á taugakerfið og vöðvavirkni
Virkni þindarinnar og æfingar
Öndunaræfingar sem stuðla að liðleika í brjóstkassa
Að anda djúpt - hvað er það?
Djúpslökun í gegnum öndun
Verð kr. 3500. Takmörkuð pláss í boði.
Við sitjum, stöndum og liggjum svo mætið í þægilegum klæðnaði sem gott er að hreyfa sig í. Þáttakendur fá sent skjal að námskeiði loknu með helstu punktum og æfingum. Ljúfur tebolli í upphafi námskeiðs er innifalinn í verði.
Þindarhreyfing, sjá nánar: https://www.youtube.com/watch?v=hp-gCvW8PRY
Björg Brjánsdóttir er flautuleikari og kennari í líkamsbeitingu og hugleiðslu. Hún útskrifaðist frá Timani akademíunni vorið 2016 eftir þriggja ára kennaranám í líkamsbeitingu fyrir hljóðfæraleikara og hefur síðan kennt fjölda námskeiða og einkatíma. Timani er nálgun sérstaklega ætluð hljóðfæraleikurum (timani.no/en) en grunnstoðir þess snúast um hvernig líkami okkar virkar óháð tónlist, og hentar öndunarnámskeiðið öllum sem hafa áhuga á að kynnast eigin líkama og öndun betur.