Orginal Air Chakra kork jógamotta

verð:24.500 kr.


Orginal air chakra kork jógamottan (með orkustöðvum). Sérútgáfa.

Orginal Air kork jógamottan er fyrsta sinnar tegundar í veröldinni. Unnin úr bestu mögulegu umhverfisvænu korkuppsprettu í Portúgal. Blandað við umhverfisvænan svamp (úr trákvoðu). Orginal Air jógamottan er sú jógamotta sem breytti hugsuninni í jógaheiminum og er líklega eins og jógamottur eiga að vera. Létt en um leið svo endingargóð. Frábær motta.

4 ástæður fyrir því að Orginal Air er mottan breytir iðkun þinni.

Náttúrulegur korkur inniheldur náttúrulegt efni sem er vaxkennt og gefur mottunni frábært grip. Grip sem verður betra þegar vatn/sviti kemst í tæri við korkinn. Ólíkt öðrum jógamottum á markaðnum eru örsmáar holur á henni sem koma í veg fyrir að svitinn fljóti ofan á. Þú þarft aldrei jógahandklæði á þessa korkmottu.

Mjúkur svampurinn myndar þægilegt og stöðugt yfirborð sem gerir mottuna eina þá allra þægilegustu á markaðnum í dag. Þú finnur jarðtenginguna, þægindin og öryggið þegar þú hreyfir þig á mottunni.

Blandan af sterkum og stinnum korkinum með gripið úr svampbotninum heldur kork jógamottunni stöðugri á gólfinu. Þú ert alltaf örugg/ur.

Korkurinn er þannig frá náttúrunnar hendi að engar bakteríur, sýklar eða lykt loðir við hann. Svampurinn er lokaður og tekur ekkert í sig. Mottan þornar innan nokkurra míntútna. Mjög auðvelt að halda hreinni.

Samsetning:
Yfirborð: 2 mm þykkur náttúrulegur korkur sérstaklega hannaður fyrir gott grip.

Botn: Þægilegur 4mm lokaður stamur svampur laus við PVC, plast og latex.

Meðalstíf og 6 mm þykk.
Lengd: 182 sm
Breidd: 66 sm
Þyngd 1,1 kg

Færir: Frábæran stöðugleika.

Líka frábær í hot jóga. Engin þörf á handklæði.
Hægt að nota strax.

Létt og stöðug.
Heldur sig á gólfinu og þér á mottunni.

Lokaður svampur dregur ekki í sig óhreinindi og bakteríur.
Án PVC, latex og kemískra efna.

Meðhöndlun:
*Ekki brjóta saman eða krumpa. Hafðu hana laus rúllaða upp. Til að eiga hana sem lengst er gott að leyfa henni að anda og fara vel með mottuna. Með tíð og tíma geta komið örsmár sprungur í mottuna. Það breytir engu. Hún er jafn góð eftir sem áður.

Ef þú stundar oft jóga er nóg að hreinsa vikulega. Ef þú ert í hot jóga er gott að gera það eftir hvern tíma en bara með t.d. detox úða frá Yohola. Hafðu hana flata á meðan hún þornar á 1 til 2 mínútum.

Gerðu hana að þinni bestu vinkonu / vini.