UPPSELT - SÁPUGERÐARNÁMSKEIÐ MEÐ SÓLEY & SYSTRUM 15. febrúar

verð:8.500 kr.

Uppselt

UPPSELT ER Á VIÐBURÐINN

Sápugerðarnámskeið með Sóley og systrum

Systur feta á nýja slóðir og fá nú Sóley Elíasdóttir stofnanda og eiganda Sóley Organics til liðs við sig sem heldur tveggja tíma námskeið í  sápugerð í Systrasamlaginu 15. febrúar kl. 19-21.

Sóley og systur hafa brallað margt saman í gegnum tíðina og nú er komin tími til að deila með öðrum þar sem systur verða sérlegar aðstoðarkonur Sóleyjar

Námskeiðið innifelur:

Sýnikennslu

Fræðslu

Sápur og jurtir

Sápur til að taka með heim

LækningajurtaLatté

HeilsuSjúss

Heilsubita

Verð: 8.500 kr.

Aðeins örfá pláss í boði.

Boðið verður upp á 25% afslátt af Sóley Organics vörum á námskeiðskvöldinu og 10% afslátt af öðrum vörum Systrasamlagsins.

Um Sóley:
Sóley sem er skapandi, skemmtilegur frumkvöðull á ekki langt að sækja áhugann og þekkinguna á íslenskum lækningajurtum og snyrtivöru- og sápugerð, því að baki henni standa margir ættliðir grasalækna og nokkrir þeirra hafa orðið meðal þekktustu alþýðuhetja á Íslandi. Það kom því engum á óvart að Sóley skyldi taka upp þráðinn frá langalangömmu sinni, Grasaþórunni (Þórunni Gísladóttur) og hefja framleiðslu græðismyrsla eftir aldagamalli uppskrift sem varðveist hafði í fjölskyldu Sóleyjar. Uppistaðan í græðismyrslunum eru kraftmiklar íslenskar jurtir, þar með talið villt handtínt birki og vallhumall sem saman mynda grunninn í allri Sóley húðsnyrtivörulínunni. Smyrslin lögðu grunninn að Sóley Organics fyrirtækinu sem hefur nú verið starfrækt frá árinu 2007.