STÓRI frjókornaofnæmispakkinn á 25% afslætti

verð:12.870 kr.


Stóri frjókornaofnæmispakkinn er á 25% afslætti til 15. maí.

Gefin er 25% afsláttur ef allur heildarpakkinn eru keyptur í einu.

Stóri frjókornaofnæmispakkinn inniheldur 6 frábær bætiefni sem hjálpa okkur að takast á við hið hvimleiða vandamál frjókornaofnæmi sem margir eru að burðast með.

Bætiefnin eru:
Quercetin og B5. 60 hylki. 2 x á dag.
Brómelín. 30 hylki. 1 til 2 hylki á dag.
Digestive Aid, meltingarensím. 30 hylki. 1 til 2 hylki á dag með stóru máltíðinni.
L-glútamín. 100 gr. 1 tsk á kvöldin fyrir svefn.
Ester C vítamín. 30 hylki. 1 til 2 hylki á dag. 
Balanced zink complex. 30 hylki.1 x hylki dag.
Best er að taka inn öll bætiefnin eigi síðar en fyrir kvöldmat. Nema L-glútamín er gott að taka inn fyrir svefninn.

Quercetin og B5
Nokkur bíóflavón - einkum quercetin - hafa reynst draga úr flæði histamíns frá mastfrumum og einnig draga þau úr myndun ofnæmisvaldandi efna eins og leukotrína.  Eitt öflugasta bætiefnið gegn frjókornaofnæmi sem fæst í dag er quercetin með blöndu af B5-vítamíni og brómelíni, sem er m.a. talið vera bólgueyðandi, róar hósta og hjálpar okkur að losa slím úr öndunarvegi svo eitthvað sé nefnt. B5 vítamínið er hins vegar eitt þekktasta “afstressunarvítamínið” og nærir nýrnahetturnar, sem veitir ekki af því ofnmæið hefur bæði sálræn og líkamleg áhrif. 

Brómelín
Er í raun magnað eitt og sér: Allt í senn bólgueyðandi, vinnur gegn sínus vandamálum og bronkítis og hraðar meltingunni. Það stafar m.a. af því hve ríkt það er af meltingarensímum og sýrujafnandi. Til marks um virkni þess er fátt meira græðandi frá náttúrunnar hendi en brómelín. Einnig er þekkt að í brómelíni er efni sem vinnur að mörgu leyti eins og sýklayf. 

Meltingarensím og L-glútamín
Er það tvennt sem næringarþerapistarnir mæla með sem fyrstu hjálp þegar meltingin er að trufla þig sem á gjarnan við um á þessum kafatímum, þ.e. meltingin verður gjarnan þung og blaut eins og náttúran. Glútamín eða L-glútamín er sérstaklega mikilvægt fyrir meltingarfæri og raunar ónæmiskerfi og vöðvafrumur. Glútamín er næringarefni fyrir frumulíningu ristilsins og styrkir hann. Algengt vandamál þeirra sem eru með óþol er lekur ristill “leaky gut”. Langbest gegn því er glútamín sem styrkir og þéttir ristilinn og líka endurnærir vöðva sem eru slappir eftir mikla áreynslu og eða vegna veikinda. Vinnur gegn bólgum í líkamanum.
Digestive Aid blandan stendur sannarlega undir nafni en hún hefur að geyma meltingarensímin lípasa, prótasa og amílasa ásamt Betanine hydroklóríð (HCL), sem eykur sýrustig í maga fyrir betri meltingu, piparmyntu, sem er verk og vindeyðandi og engifer, sem margsannað er að gagnast vel við meltingartruflunum. Það er engin vafi í huga okkar systra að Digestive Aid blandan frá Viridian er besta meltingarblandan á markaðnum í dag og nauðsynlegur ferðafélagi með í sumarleyfið og á grillhátíðir sumarsins.

C-vítamín
Rannsóknir benda til margvíslegrar gagnsemi C-vítamíns við frjókornaofnæmi. Í a.m.k. 7 klínískum rannsóknum reyndist það veita greinilegan bata í öndunarfærum og voru þá gefin 1000 - 2000 mg á dag. Í rannsókn þar sem gefin voru 2000 mg á viku í senn, reyndist magn af C-vítamíni í blóði stóraukast en magn af histamíni lækka um 38%. 
Ester-C vítamín í 950 mg hylkjum góð leið til að takast á við vandann. 

Sink
Sink hefur m.a. áhrif á niðurbrot kolvetna, fitu og próteina í líkamanum, styrkir meltingarveginn og byggir upp slímhúðina. Enn og aftur, það er mjög mikilvægt er að meltingin sé í góðu lagi. Þannig má minnka líkurnar á ofnæmi.

Heildarverð pakka er 17.160. MEÐ 25% AFSLÆTTI 12.870.