SUMARSÓLSTÖÐU SVEITA-SAMFLOT Í LAUGASKARÐI -UPPSELT

verð:7.700 kr.


UPPSELT ER Á VIÐBURÐINN

Systrasamlagið og Flothetta í samvinnu við Hveragerðisbæ kynna töfrandi, hlýtt og safaríkt SUMARSÓLSTÖÐU SVEITASAMFLOT í Sundlauginni Laugaskarði, föstudagskvöldið 21. júní frá kl. 22.00 til 23.30

Við fáum jógakennarana Sólbjörtu Guðmundsdóttur og Unni Einarsdóttur eigendur Ljósheima sem mæta hver með sitt gongið og ferðast með okkur óravíoddir inn á við í notalegu flotinu. Kröftug öndun í upphafi og spennandi og hreinsandi gonghugleiðsla gera gott flot ennþá betra.

Hér er um að ræða heilsudjamm af allra bestu gerð og hver veit nema að við verðum vitni af töfrum.

Sundlaugin Laugaskarði sem er í hópi elstu lauga landsins, fræg fyrir fallegt umhverfi og náttúrulega eiginleika. Hún er svokölluð gegnumrennslislaug. Hituð upp með jarðgufu, sem tryggir eðlilegt sýrustig og hreinleika vatnsins. Laugin verður sérstaklega hituð upp í tilefni Sveita-Samflotssins.


Verð:
8.900 kr með leigu á Flothettu & fótafloti.
7.700 kr. fyrir þá sem eiga Flothettu & fótaflot.


Innifalið:
Aðgangur að Laugaskarði
Flothetta & fótaflot (fyrir þá sem ekki eiga).
Sumarsúpa, súrdeigsbrauð og skot til að grípa með sér eftir Samflotið.

Allir hjartanlega velkomnir.

ATH að fólk fer í Hveragerði á eigin vegum og þar bíða Flothetturnar þeirra sem hafa leigt þær.

SMELLIÐ HÉR TIL AРSJÁ ALLT UM KOSTI ÞESS AÐ FLJÓTA.