UPPSELT - SVEITA-SAMFLOT Á SUMARSÓLSTÖÐUM MEÐ TÓNHEILUN & KRISTÖLLUM

verð:7.500 kr.

Uppselt

UPPSELT ER Á VIÐBURÐINN!

Systrasamlagið og Flothetta í samvinnu Mosfellsbæ kynna Sveita-Samflot á sumarsólstöðum sem haldið verður í hinni sögulegu Varmárlaug í Mosfellsbæ fimmtudagskvöldið 21 .júní frá kl. 22.00 til 00.00.
Um einstakt lúxus afmælis Sveita-Samflot verður að ræða þar sem kristallar, flotþerapía, tónheilun og jóga koma við sögu.

Tvær magnaðar konur leiða okkur inn í flotið með jóga og tónheilun. Thelma Björk, sem hefur fylgt okkur frá upphafi, verður með jóga og flotþerapíu og Kamilla Ingibergsdóttir kakódrottning spilar á alkemíukristalsskálar.

Nýtt í þessu Sveita-Samfloti er að kristallar koma við sögu en í árþúsundir hefur fólk laðast að fegurð og kröftum kristalla. Egyptar til forna notuðu til dæmis kristalla til heilunar og sem verndargripi og því er algjörlega tilvalið að tengja þá saman við heilandi krafta samflotsins. Kamilla mun spila á kristalsskálar og velja kristalla sem við stillum upp við sundlaugabakkann. Jafnframt hvetjum fólk til að koma með uppáhaldkristalinn með sér, ýmist til að hafa innan á sér í flotinu eða til að hlaða hann við sundlaugarbakkann. Amala orkusteinar verða með lítið útibú í Varmárlaug af þessu tilefni og geta áhugasamir keypt nýja uppáhaldskristalinn sinn.

Um Varmárlaug:
Varmárlaugin sem er ekta sveita sundlaug var vígð 17. júní 1964. Hún státar af einstökum hreinsibúnaði sem notar salt í stað klórs og er sannarlega í hópi helstu gersema íslenskrar sundlaugamenningar. Eins og margir vita er mikill jarðhiti í Mosfellsbæ sem sér Reykvíkingum fyrir heitu vatni.
Vatnið í Varmárlaug, við sjálfa uppsprettuna, er því einstaklega hreint, kröftugt og notalegt og því kjörið til að fljóta í.

Fljótum og njótum, og fyllum okkur af orku fyrir ennþá betra sumar.

Verð:
7.500 kr. fyrir þá sem eiga Flothettu & fótaflot.
8.700 kr með leigu á Flothettu & fótafloti.

Innifalið:
Aðgangur að Varmárlaug.
Flothetta & fótaflot (fyrir þá sem ekki eiga).
Nærandi og róandi cacaódrykkur frá Gvatemala, súrdeigs samloka og skot.
Miðasala fer fram í hér á vef Systrasamlagsins, www.systrasamlagid.is

Afmæli:
Systrasamlagið er 5. ára 15. júní.

10 & 20 % AFMÆLIS AFSLÁTTUR verður af völdum vörum í Systrasamlaginu frá 14.- 21. júní, þar á meðal verður FLOTHETTAN á góðum AFMÆLISAFSLÆTTI. 
Sumarsólstöðu Sveita-Samflotið verður kærkominn endir á viðburðaríkri afmælisviku Systrasamlagsins.