UPPSELT. SVEITA-SAMFLOT undir UPPSKERUMÁNA í Laugskarði

verð:7.700 kr.

Uppselt

UPPSELT ER Á VIÐBURÐINN!

Systrasamlagið og Flothetta í samvinnu við Hveragerðisbæ kynna kærkomið, hlýtt og notalegt haust Sveita-Samflot undir fullu tungli í Sundlauginni Laugaskarði, laugardagskvöldið 14. september frá 20 til 21.30. Gaman er að geta þess að 14. sept. er einmitt uppskerumáni (Harvest moon) sem er tákn nýrra tíma/tímamóta. Þá er gott að setja sér djúsí markmið og kafa dúpt inn á við.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

                                     Við fáum úrvalsteymið Þóreyju Viðars jógakennara og hljóðheilara og Thelmu Björk jógakennara og flotþerapista til liðs við okkur en þær hafa stýrt Sveita-Samflotunum með systrum frá upphafi og skapað með okkur einstaka upplifun.

Saman munu þær leiða okkur inn í Sveita-Samflotið með öndunaræfingum, flotþerpíu og körftugri hljóðheilun með kristals- og tíbeskum söngskálum.

Hér er um að ræða heilsudjamm af bestu gerð.

Sundlaugin Laugaskarði sem er í hópi elstu lauga landsins, fræg fyrir fallegt umhverfi og náttúrulega eiginleika. Hún er svokölluð gegnumrennslislaug. Hituð upp með jarðgufu, sem tryggir eðlilegt sýrustig og hreinleika vatnsins.
Laugin verður sérstaklega hituð upp í tilefni Sveita-Samflotssins 14. september og því hlý og einstaklega notaleg.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nú er lag að slaka á og hreinsa til, til og eiga frábært haust.


Verð:
8.900 kr með leigu á Flothettu & fótafloti.

7.700 kr. fyrir þá sem eiga Flothettu & fótaflot.


Innifalið:
Aðgangur að Laugaskarði
Flothetta & fótaflot (fyrir þá sem ekki eiga).
Nærandi súpa og súrdeigsbrauð til að grípa með sér eftir Samflotið.

En fyrir Sveita-Samflotið við bjóðum við upp á hreinan og tæran hjartastyrkjandi cacaó frá Gvatemala sem færir okkur ennþá dýpra inn í Sveita-Samflotið.

Miðasala fer fram í hér á vef Systrasamlagsins, www.systrasamlagid.is 
Allir hjartanlega velkomnir.

ATH að fólk fer í Hveragerði á eigin vegum og þar bíða Flothetturnar þeirra sem hafa leigt þær.

SMELLIÐ HÉR TIL AРSJÁ ALLT UM KOSTI ÞESS AÐ FLJÓTA.