UPPSELT - SVEITA- SAMFLOT Í VARMÁRLAUG MOSFELLSBÆ 25. MAÍ

verð:7.000 kr.

Uppselt

UPPSELT ER Á VIÐBURÐINN

Systrasamlagið og Flothetta í samvinnu Mosfellsbæ kynna fyrsta Sveita-Samflotið í bæ, nánar tiltekið í hinni sögulegu Varmárlaug í Mosfellsbæ sem haldið verður föstudagskvöldið 25. maí frá 20-21.30.

Um sannkallað lúxus Sveita-Samflot er að ræða sem eiga sér orðið meira en þriggja ára farsæla sögu (m.a. á Flúðum og í Laugaskarði í Hveragerði). Nú færum við okkar nær höfuðborginni en verðum samt í fullkominni sveitastemmningu undir vorhimni í Varmárlaug.

Við fáum Thelmu Björk jógakennara og flotþerapista til að leiða flotið og fræða okkar um leið um heilunarmátt vatnsins.

Varmárlaugin sem er ekta sveita sundlaug var vígð 17. júní 1964. Hún státar af  einstökum hreinsibúnaði sem notar salt í stað klórs og er sannarlega í hópi helstu gersema íslenskrar sundlaugamenningar. Eins og margir vita er mikill jarðhiti í Mosfellsbæ sem sér Reykvíkingum fyrir heitu vatni.

Vatnið í Varmárlaug, við sjálfa uppsprettuna, er því einstaklega hreint, kröftugt og notalegt og því kjörið til að fljóta í.

Fljótum og njótum, og náum okkur í orku fyrir sumarið.


Verð:
8.500 kr með leigu á Flothettu & fótafloti.
7.000 kr. fyrir þá sem eiga Flothettu & fótaflot.

Innifalið:
Aðgangur að Varmárlaug.
Flothetta & fótaflot (fyrir þá sem ekki eiga).
Nærandi og róandi cacaódrykkur frá Gvatemala, orkubiti og skot.
Miðasala fer fram í hér á vef Systrasamlagsins, www.systrasamlagid.is 

Allir hjartanlega velkomnir.

ATH Flothetturnar bíða í Varmárlaug fyrir þær/ þá sem hafa leigt þær.