Töfrandi talnaspeki- og cacaókvöld með Estrid - uppselt

verð:8.500 kr.

Uppselt

UPPSELT ER Á VIÐBURÐINN!

Við kynnum einkar spennandi talnaspeki og cacao kvöldstund með Estrid Þorvaldsdóttur í Systrasamlaginu miðvikudagskvöldið 14. nóvember frá 20-22. Kvöldstund sem sannarlega lýsir upp skammdegið og gerir lífið áhugaverðara.

Á þessum tveimur klukkustundum mun Estrid fræða okkur um jógíska talnaspeki, veita okkur innsýn inn í fræði Dr. Gabor Maté en um leið skoða þig og þína nánustu í gegnum aldagamla hefð sem hefur meira til síns máls en flesta grunar.

Að mati okkar systra er Estrid einn liprasti og skemmtilegasti talnaspekingur landsins en það byggir hún á góðri menntun, sterku innsæi, reynslu og frábærri tjáningu sem jaðrar við að vera uppistand.


Á þessari kvöldstund leggur Estrid upp með:

Hver erum við?

Hvað mótar okkur?

Hvað finnst okkur skemmtilegt?

 Hvað pirrar okkur?


Hver er okkar leið?

Innifalið er kakóbolli (cacaó) úr regnskógum Gvatemala sem við blöndum með okkar nefi. Góður cacaó bolli af þessu tagi er afar ríkur af magnesíumi og andoxunarefnum sem eykur súrefni til heilans, skerpir fókus, er róandi, hjartastyrkjandi og eflir andann, sem er afskaplega kærkomið á aðventunni.

Meira um Estrid:

Estrid er allt í senn jógakennari, talnaspekingur, leiðsögumaður og listfræðingur. Hún fór í nám til Kanada í jógaþerapíu sem er miðuð á kulnun í starfi og fíknir sem verða til í streitu og álagi. Einnig samskipti og tengsl í daglegu lífi.

Verð: 8500 og ATH að það er takmarkaður fjöldi plássa í boði.

10% afsláttur er veittur af vörum í verslun í tilefni þessa kvölds.