Zafu hugleiðslupúði. Sufi. Minni.

verð:13.500 kr.


Zafu hugleiðslupúði með Sufi munstri. 1/2 púði.
Sufi dansinn leitar hins andlega og yfirgefur egóið. Undir tónlist er dansað í hringi eins og plánetur ferðast hringinn í kringum sólina. Sagt er að eftir 36 tíma hugleiðsludansi eigi sér stað endurfæðing vitundarinnar. Samkvæmt perskenskum sögnum var þessi dans líka stundaður á Indlandi.
Djúpur blái litur í útsaumaður á bómullarefni með og undir er fínt flauel. Einstök fegurð.

Með appelsínugulum díteilum (kynnið ykkur endilega merkingu appelsínugula litarins í austrænum fræðum) og brúskum sem sáust á kameldýrunum í Thar eyðumörkinni.

Púðinn styður við hrygginn þegar þú hugleiðir eða gerir öndunaræfingar. Fyllur með bókhveitihýði og auðvelt að aðlaga líkamanum. Ekki síður gott að hafa á zafu hugleiðslumottu sem einnig fæst í Systrasamlaginu. Þú getur haft hann eins eða valið annað munstur.

Búðu til þitt eigið hugleiðasluhorn heima hjá þér, eða skiptu út fyrir eitthvað annað í stofunni. Hönnun sem er það glæsileg að hún nýtur sín einstaklega vel í “hygge” horni heimilsins.

100% bómullar chambry áklæði og flauel. Handunnið á Indlandi ásamt innihaldi sem líka er 100% bómull.
Fylltir með lífrænu bókhveitihýði í Bretlandi.
Með rennilás.