MANDUKA JÓGADÝNUR & FYLGIHLUTIR

04.06 2012

Þeir sem þekkja vel til í jógaheiminum vita að Manduka jógadýnurnar eru besta fjárfestingin sem í boði er í dag. Systrasamlagið býður að jafnaði sex tegundir af Manduka jógadýnum og marga fylgihluti með, eins og jógatöskur, jógahandklæði, jógamottuhaldara, jógabönd, eitthvað við flestra hæfi. Komdu í Systrasamlagið og kynntu þér málið. Og þreifaðu á jógadýnunum.


Þeir sem þekkja vel til í jógaheiminum vita að Manduka jógadýnurnar eru besta fjárfestingin sem í boði er í dag. Systrasamlagið býður að jafnaði sex tegundir af Manduka jógadýnum og marga fylgihluti með, eins og jógatöskur, jógahandklæði, jógamottuhaldara, jógabönd, eitthvað við flestra hæfi. Komdu í Systrasamlagið og kynntu þér málið. Og þreifaðu á jógadýnunum.

Hér er flest um jógadýnurnar sem við bjóðum upp á:

Manduka PRO og PROlite:

Eilífðareign og eftirlæti þeirra sem stunda hotjóga; vinyasa og ashtanga!

Prolite jógadýnan hefur lengstan líftíma af Manduka dýnunum og inniber lífstíðarábyrgð frá framleiðendum. PROlite jógadýnan er létt og góður valkostur fyrir þá sem vilja mikil gæði en líka mottu sem auðvelt er að ferðast með. PROlite dýnan er til að mynda eftirlætis jógadýna þeirra sem stunda hot-jóga og vinyasa (vinyasa er hluti af Hatha jóga og merkir flæði) og ashtanga jóga. Þú getur farið hvert á land sem er með PROlite mottuna þína, sem er framúrskarandi í öllum skilningi, stöm og með góða dembum sem er gott fyrir liðina. Fæst jafnan í nokkrum fallegum litum í Systrasamlaginu en efnið í henni kallast PVC-zero waste.
Meðhöndlun: Þurrkið af með rökum klúti. Gott að hengja upp til þurrkunar af og til. Þrífið reglulega með jógamottuhreinsi frá Manduka.

Manduka PROlite er 1,8 kg.
Stærð: 180 sm lengd, 61 sm breidd, 4,5 sm þykkt.
Efni: PVC-zero waste
Hentar: hotjóga; vinyasa og ashtanga. Lítið mál að ferðast með í og úr jógatímum.

Við eigum JAFNAN tvær tegundir af drottingu allra jógamotta. Black mat PRO, þessarri þykku sem endist að eilífu. Sama efni og í PROlite, nema þykkari. Önnur er 2.16 sm á lengd en hin er 1.80 sm.

Manduka Eko línan – 2 til 3 tegundir fást í Systrasamalginu:

Manduka Eko línan eru endingarbestu umhverfisvænu jógadýnurnar á markaðnum í dag. Frábær valkostur fyrir þá sem vilja hágæða og endingargóðar jógadýnur og á sama tíma vernda umhverfið. Það tók jógakennara og aðra sérfræðinga á vegum Manduka þrjú ár að þróa þessar dýnur úr umhverfisvænum efnum sem brotna auðveldlega niður í náttúrunni, auk þess sem þær henta öllum jógastílum. Nýjasta jógamottan í flórunni er 4 mm þykk eKOlite.

Efsta lag dýnanna hefur einstaklega gott grip og er með það sem kallað er “sjávargróðuráferð” sem gert er úr lokuðum sellum sem varna því að sviti, vökvi og bakteríur setjist að í dýnunni.

Miðhluti dýnanna er úr bómull og endurunninni pólýesterblöndu sem er hituð til að festa efsta og neðsta lag dýnunnar saman og kemur í veg fyrir að dýnan verpist upp og líka það að það þurfi að notast við eitrað lím.

Neðsti hluti dýnanna er úr þykku og náttúrulegu gúmmíi sem gefur fjöðrun og mýkt. Það er gert með eiturefnalausu mýkingarferli án froðuefna og annarra aukaefna. Þetta allt gerir það að verkum að Manduka Eko dýnan hefur hina fullkomnu blöndu af mýkt og gripi.

Héru eru þær fjórar tegundirnar úr eKO línunni:

Manduka eKO er 3,18 kg, tvöfalt lag (sögð þyngdar sinnar virði í gulli)
Stærð: 180 að lengd og 66 að breidd. Þykkt 5 mm.
Efni: Náttúruleg umhverfisvæn trjákvoða.
Hentar: Öllum jógastílum. Margir segja þessa meira segja frábæra á steyptum grunni. Já, hún er þyngri en margir kjósa samt að hafa hana með í jógatíma. Hefur súpergrip.


Manduka eKO lite er: 1,9 kg
Stærð: 173 sm á lengd og 61 sm að breidd. Þykkt: 4mm.
Hentar: Öllum jógastílum. Frábær til að ferðast með í og úr jógatímum, eða hvert sem er. Hefur súpergrip. Líka frábær heima-jóga-motta.
Efni: Náttúruleg umhverfisvæn trjákvoða.


Manduka eKO SuperLite, ferðamottan er: 900 gr.
Stærð: 173 sm að lengd og 61 sm að breidd. Þykkt 1,6mm.
Hentar: Öllum jógastílum. Frábær til að ferðast með í og úr jógatímum, upp í sveit og/eða á milli landa. Margir sem eru að stanlausum ferðalögum, kjósa að eiga Manduka SuperLite í hverri höfn. Langbesta ferðalagamottan sem hvort sem er má rúlla upp eða brjóta saman. Hefur súpergrip.


PS: Vegna hins náttúrulega gúmmís í Manduka eKO línunni er gúmmílykt af Manduka Eko dýnunum til að byrja með en hún hverfur eftir smá tíma, eða eftir um það bil 2 til 3 vikur. Ef þið viljið losna við lyktina fyrst er gott að hafa dýnuna óupprúllaða og hreinsa hana af og til t.d með t.d. blöndu af vatni og eplaediki.

Hægt er að skoða úrvalið HÉR, meira í búð.