UM SYSTRASAMLAGIÐ

01.01 2016

Systrasamlagið, sem nú er til húsa við Óðinsgötu 1,  var stofnað var í 15. júní 2013 við Suðurströnd 10 á Seltjarnarnesi og er að segja má alveg nýtt konsept í verslunar/kaffihúsarekstri á Íslandi.
Systrasamlagið er í senn verslun og kaffihús byggt á þeirri hugsjón að víkka út hugmyndina um heilsubúð og færa nær almenningi.

Þannig tókum við systur, Jóhanna og Guðrún Kristjánsdætur, þá stefnu strax í upphafi að bjóða ekki eingöngu upp á holla og góða fæðu, lífrænt kaffi og lífræna Bíóbú mjólk, vönduð bætiefni og aðrar þekktar heilsuvörur, heldur teljumst við frumkvöðlar í sölu á fallegum lífrænum jógafatnaði, jógavörum, eiturefnalausum ilmum og snyrtivörum, og síðast en ekki síst á Flothettunni góðu, sem vakið er mikla athygli.

Með þetta allt að leiðarljósi kom ekki annað til greina í okkar huga en að notast við niðurbrjótanlegar náttúrulegar umbúðir og að vanda okkur við flokkun sorps.

Það að taka hugmyndina um heilsubúð skrefinu lengra og hlúa ekki síður að andlegu hliðinni en þeirri líkamlegu, hefur sannlega vakið talsvert umtal og ahygli.

Við höfum líka lífræna vottun og sanngjörn viðskipti (Fair Trade) efst á blaði og leggjum mikinn metnað í að orðsporið um fyrirtækið haldi áfram að spyrjast þannig út.

Það er gaman að geta þess að árið 2015 var Systrasamlagið valið fyrirtæki ársins á Seltjarnarnesi.

Árið 2017, nánar tiltekið, 10. mars flutti Systrasamlagið um set og er nú statt við Óðinsgötu 1 í Reykjavík (við hlið Geysis og Smekkleysu, gegnt Mengi).

Kærar kveðjur,

systur