OM gegn ennis- og kinnholubólgum

28.04 2016

Hið forna hljóð OM, upphafshljóð allra hljóða og æðsta mantra jóganna er sannarlega mögnuð. Hún róar hugann og færir okkur inn í núið en hefur líka aðrar mjög áhugaverðar hliðar sem vísindamenn við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi komust að fyrir nokkru. Þeir sem söngla OM reglulega halda nefnilega ennis- og kinnholunum hreinum, segja vísindamennirnir.

 


Það er umfram allt hljóðið eða víbrarnir sem OM-ið/ymurinn gefur sem heldur ennis- og kinnholum hreinum. Vísindamennirnir Jon Lundberg og Eddie Weitzberg komust fyrir tilviljun að því að ymur (humm/OM) opnar eða loftræsir ennis- og kinnholurnar. Þetta sáu þeir þegar þeir rannsökuðu öndun í tengslum við nítríð oxíð, sem einnig skilaði þeirri merku niðurstöðu að þeir sem söngla með þessum hætti losa köfnunarefni við útblástur fimmtánfalt meira samanborið þá sem anda út án hljóða. Jafnframt gáfu mælingar á útöndun þeirra sem eru með heilbrigðar ennis- og kinnholur skýrar vísbendingar um meira súrefni flæði á milli ennis- og kinnhola og nefs.
Sænsku vísindamennirnir skilgreindu OM-ið sem útöndun með hljóði og munninn lokaðann. Um leið gerðu þeir grein fyrir því að OM hefur nákvæmlega sömu áhrif og það að humma og söngla. Því allt í senn OM, ymur, söngl og humm skapa kjörskilyrði fyrir flæði súrefnis fram og til baka um ennis-, kinnholur og nefgöng. Þannig nær öndunin að opna agnarsmáar holur sem geyma mikið magn bifhára. Þessar holur tengja nefið við ennis- og kinnholurnar. Við það ná bifhárin að þorna sem minnkar líkur á sýkingum.
Fyrir þá sem ekki vita eru ennis- og kinnholurnar settar saman úr fjórum pörum af loftgötum sem liggja bakvið og í kringum nef og augu. Þeirra hlutverk er að sía loftið og halda sýklum í skefjum og frá því að komast niður í lungu. Til að koma í veg fyrir að vírusarnir orsaki kvef, bólgna ennis- og kinnholurnar upp en ef slímhúðin þornar ekki byrja sýklarnir að fjölga sér. Það getur valdiðri þrálát ennis- og kinnholusýkingu sem er líka þekkt sem skútabólga.
Árlega leitar ört vaxandi fjöldi Íslendinga til lækna vegna ennis- og kinnholusýkinga og niðurstaðan er gjarnan ávísun á sýklalyf. Sýklalyf hafa vissulega  kosti, en líka marga galla sem tengjast umfram allt röskun á meltingaflóru. Þó eru margir íslenskir ofnæmislæknar meðvitaðir um það og mæla fremur með notkun Nefpotts, sem á líka rætur í indversku lífsvísindunum, fremur en sýklalyfjum. Það er spurning að þeir fari að benda fólki á að OM-ið einnig?

Prófessors Lundberg mælir alltént með daglegu OM-i, hummi, söngli eða ymi.

Um Om (Aum):
OM er æðsta og helgasta mantra (hljóð) austrænnar speki. Deilt er um merkingu hennar í smáatriðum, en til að flækja ekki málin er hún einfaldlega tákn alls sem var, er og verður. OM-ið samanstendur að þremur atkvæðum sem tákna jörðina, andrúmsloftið og himininn. Indverskir heimspekingar trúa því að almættið hafi í upphafi skapað þetta hljóð og að alheimurinn hafi vaxið af því.

 

Heimildir m.a. http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/18951492