VIÐHELDUR HRUKKULAUSRI HÚÐ LENGUR EN NOKKUÐ ANNAÐ!

24.07 2017

Hafþyrnir (Sea Buckthorn), omega 7, er planta/bætiefni svo rík af andoxunarefnum að um leið og menn gerðu sér grein fyrir næringarríku innihaldi hennar komst hún samstundis á stall með því allra næringarríkasta sem náttúran hefur fram að færa.
Næring hafþyrnisins er engu að síður óvenjuleg. Hún er ákaflega góð fyrir viðkvæma slímhúð og húð og viðheldur henni lengur hrukkulausri en nokkuð annað.


Ekki síst hentar hún þeim sem eru með viðkvæma slímhúð. Enda má finna “Sea Buckthorn” gjarnan í vönduðum snyrtivörum. En líka fá sem einstaklega vandað bætiefni til inntöku frá Natureas Aid, sem við ætlum að bjóða á 20% afslætti framyfir verslunarmannahelgi, eða eins lengi og birgðir endast.

Það hangir meira á spýtunni. Olían er afar góð handa þeim sem eru með viðkvæma slímhúð í leggöngum,  hún hefur reynst góð fyrir hjarta- og æðakerfi og meltinguna (sem gefur auga leið vegna slímhúðar).
Yfirgripsmiklar vísindalegar rannsóknir hafa verið gerðar á hafþyrninum. Þær hafa sýnt að hann hefur margskonar virkni, t.d. við að græða sár og endurbyggja slímhimnur og draga úr bólgum. Jafnframt hafa rannsóknir ítrekað sýnt að hann virkar vel gegn þurrki í leggöngum, en fyrir það eitt er hafþyrnirinn þegar orðinn mjög þekktur. Umfram allt hafa þó vísindin og ekki síst reynslan sýnt að hafþyrnirinn er eitt besta húðmeðal náttúrunnar. Það stafar líka af því hve hann frásogast fljótt og rakinn viðhelst lengi í húðinni. Þannig helst húðin lengur mjúk, teygjanleg og hrukkulaus. En þótt omega-7 fitusýran, telist ekki lífsnauðsynleg (ekki ennþá) bætir hún sannarlega lífsgæði fólks vegna þess að hún hefur djúpstæð áhrif á það hvernig við eldumst og getur jafnvel haft afturvirk áhrif á hrukkumyndum.

Örugg fyrir alla!
Hafþyrnirinn, sem er skínandi fallega appelsínugulur að lit þrífst best þar sem vetur er kaldur en sumrin snörp og heit. M.a. vex hann í fjallahéruðum Kína, Tíbets, Mongólíu og Rússands og er að auki ríkuleg uppspretta C- og E-vítamína. Náttúruöflin á þessum svæðum hafa mótað einstaka, kraftmikla og hrjúfa jurt. Til eru þúsundir uppskrifta þar sem ber hafþyrnisins koma við sögu, hvort sem er til þess að bragðbæta mat eða bæta heilsuna. Þá eru lauf hennar notuð í te. Það segir líka margt að þar sem jurtin vex er algengt að fólk noti hana til þess að verjast sólinni, vindinum, þurrki og öðrum ágangi veðurs og umhverfis. Indverskir vísindamenn sem hafa gert rannsóknir með hafþyrninn hafa líka komist að því að hið ríkulega andoxunarefnainnihald hennar verji og endurnýi lifrina.
Ennfremur inniheldur hafþyrnir jurtasteróla, steinefni, karótenóíða og flavóníða. Eitt af því frábæra við Sea Buckthorn olíuna (eins og hún kemur fyrir í Nature’s Aid bætiefninu) er að hún er örugg fyrir alla, sama hversu viðkvæma húð fólk hefur. Þessi forna nútímajurt er sannarlega næringarrík því hún virkar í fullkomnu samræmi við líkamann og húðina. Þá hentar það börnum ágætlega og rannsóknir hafa einnig sannað að það dragi úr húðvandamálum á borð við psóríasis, exem, þurrk og siggróna og hrjúfa húð.

Hægir á öldrun í öllum skilingi!
Það hefur lengi verið vitað að samvirkni E- vítamíns og karótínoíða skapar öflugt andoxunarefni, næringu sem er frábær, hvort sem innvortis eða útvortis, því hún afoxar og hægir á öldrun líkamans í öllum skilingi. Þá er þekkt að andoxunarefni geta minnkað líkur á ýmsum krabbameinum og hjartasjúkdómum. Þegar oxun á sér stað glatar húðin meðal annars þéttleika sínum og tapar raka, en það eru fyrstu merkin um öldrun. Í kjölfar þess á húðin erfitt með að frásoga vökva og verjast ýmsum skaðlegum þáttum umhverfisins og þá hefst öldrunarferlið. Omega-7, eða hafþyrnirinn (Sea Buckthorn), kann að geyma lausnina á þessu vandamáli.

Ps: Það er gaman að segja frá því að þetta misserið bjóðum við í Systrasamlaginu upp á mjög spennandi SUMARÞEYTING. Blöndu af mangó/chili/gojiberjum og  hafþyrnisberjum, sem loks eru fáanleg á Íslandi. Því eins og vitum kvenna best, fer vel á því að fegurðin komi innan frá.

 

 


Vítamín & bætiefni

Eftir miklar vangaveltur ákváðum við systur að veðja á Viridian vítamín- og bætiefnalínuna. Það kemur aðallega til að því hversu vel sú lína er hugsuð og vönduð. Og líka vegna þess að flest þau efni sem hún inniheldur, eru ræktuð og unnið í landinu þar sem hún er framleidd, þ.e. í Bretlandi. Viridian er að miklu leyti úr vottuðu lífrænum jurtum og inniheldur engin fylliefni. 

Lesa meira

Möntru Armbönd

Möntru Armböndin eru einföld og elegant armbönd með fínlegu yfirbragði. En um leið djúpum undirtón í gefandi orðum og setningum sem minna á það besta sem lífið hefur fram að færa. Fallegt skart. Hvetjandi áminning. Veita sannarlega innblástur, næra, gefa, skreyta og fegra.

Lesa meira

 

Dr. Bach ilmvötn

Ilmvatn á sannarlega að vera gefandi í öllum skilningi, þótt því fari víðsfjarri í mörgum tilfellum. Nú má í fyrsta sinn hér á landi og í Systrasamlaginu EKTA ilmvatn unnið samkvæmt strangri franskri ilmvatnshefð með lífrænum innihaldsefnum, ilmvötn sem eru líka án eiturs og aukefna. Þau hafa nú þegar slegið í gegn í Systrasamlaginu. 

Lesa meira