Byrjum á ný 9. febrúar

24.01 2018

Nú styttist óðum í að næstu skref verkefnisins Slökunnar í borg verði stigin. Ætlunin er að halda áfram þar sem frá var horfið og hefja nýja 40 daga hugleiðslu 9. febrúar sem hæfa mun tíðarandanum á nýju ári.
Þessa daganna er Thelma Björk jógakennari og stjórnandi verkefnisins í óða önn að setja saman áhugaverða dagskrá í samvinnu við Systrasamlagið og fleiri sem kynnt verður fljótlega. Til stendur að koma enn víðar við en í 40 daga hugleiðslunni fyrir jól sem fjölmargir tóku þátt í og almenn ánægja var með. Við getum alltént lofað ykkur því að hugleiðslu- og slökunarstundirnar verða aldrei fjölbreyttari.

Um leið viljum við rifja upp að aðeins örfárra mínútna slökun og hugleiðsla á dag getur raðað öllu í réttar hillur, róað og fært innri frið. Allir geta iðkað slökun og hugleiðslu. Það er einfalt og ódýrt og krefst í raun engra sérstakra hæfileika. Slökun og hugleiðsla þarfnast heldur engrar sérstakrar umgjarðar. Hugleiðsla og slökun snúast að miklu leyti um að vingast við það sem við erum nú þegar og um að vera til staðar, með okkur sjálfum, öðru fólki og samfélagi okkar.

Frekari upplýsingar um viðburði á vegum SLÖKUNAR Í BORG, fyrir alla ofl. verða birtar jafnt og þétt á heimasíðu Systrasamlagsins og á https://www.andadu.com/

UM VANANN:
Það tekur 40 daga að brjóta upp vanann.
Það tekur 90 daga að búa til nýjan vana.
Það tekur 120 daga að festa nýjan vana í sessi.
Það tekur 1000 daga að verða meistari nýja vanans.

Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg.


Vítamín & bætiefni

Eftir miklar vangaveltur ákváðum við systur að veðja á Viridian vítamín- og bætiefnalínuna. Það kemur aðallega til að því hversu vel sú lína er hugsuð og vönduð. Og líka vegna þess að flest þau efni sem hún inniheldur, eru ræktuð og unnið í landinu þar sem hún er framleidd, þ.e. í Bretlandi. Viridian er að miklu leyti úr vottuðu lífrænum jurtum og inniheldur engin fylliefni. 

Lesa meira

Möntru Armbönd

Möntru Armböndin eru einföld og elegant armbönd með fínlegu yfirbragði. En um leið djúpum undirtón í gefandi orðum og setningum sem minna á það besta sem lífið hefur fram að færa. Fallegt skart. Hvetjandi áminning. Veita sannarlega innblástur, næra, gefa, skreyta og fegra.

Lesa meira

 

Dr. Bach ilmvötn

Ilmvatn á sannarlega að vera gefandi í öllum skilningi, þótt því fari víðsfjarri í mörgum tilfellum. Nú má í fyrsta sinn hér á landi og í Systrasamlaginu EKTA ilmvatn unnið samkvæmt strangri franskri ilmvatnshefð með lífrænum innihaldsefnum, ilmvötn sem eru líka án eiturs og aukefna. Þau hafa nú þegar slegið í gegn í Systrasamlaginu. 

Lesa meira