LOKAHUGLEIÐSLA Í MENGI 20. MARS.

20.03 2018

Slökun í borg tekur enda þriðjudaginn 20. mars og fer lokahugleiðslan fram í hinu magnaða rými Mengi á Óðinsgötu 2, gegnt Systrsamlaginu, kl. 18.00.

40 daga hugleiðsluferðalagið er semsé senn á enda og í tilefni dagsins ætlum við að hugleiða saman í 31 mínútu en ekki nóg með það heldur fáum við til liðs okkur frábæran gest því tónlistarkonan Dísa Jakobs ætlar að spila á himneskar skálar fyrir og eftir hugleiðsluna.

ALLIR ERU VELKOMNIR og MUNIÐ AÐ FRÍTT ER INN.

Ferðalag þetta hefur verið með skrautlegasta og skemmtiegsta móti en auk þess að hugleiða í Systrasamlaginu, fórum við vikulega á Bergsson RE, í Seljahlíð, stöldruðum við í Arion banka og víðar. Eftirminnilegasta hugleiðslan var þó með Strætó frá Hlemmi til Hafnarfjarðar og aftur til baka sem skilaði sér m.a. í þeirri niðurstöðu að það er hægt að hugleiða hvar og hvenær sem er. Við mælum svo sannarlega með Strætó hugleiðslu.

En MENGI er á dagskrá næsta þriðjudag kl. 18.00. MENGI er án efa besti hljómburðinn sem við höfum komist í tæri við. Og hver veit nema að við fáum óvænta gesti til liðs við okkur sem gæddir eru góðum tónlistargáfum. Það eru reyndar mjög miklar líkur á því. 

Við tökum að sjálfsögðu hina mögnuðu Kirtan kryu. ALLIR eru velkomnir hugleiða með okkur. Skiptir engu hvort þið hafið verið með okkur á þessu ferðalagi, eða ekki. 
FRÍTT INN.