NÝTT JÓGAFATAMERKI Í SYSTRASAMLAGINU!

24.05 2018

Systasamlagið kynnir til sögunnar nýtt jógafatamerki á Íslandi. Ripple Yoga sem framleiðir m.a. vinsælustu lífrænu jógasamfestinganna í Bandaríkjunum í dag. Raunar eru þessir samfestingar ekki bara vinsæl jógaflík heldur þykja bæði notalegir og fallegir til daglegra nota. Ekta flík til að taka með í fríið. Þ.e. það er óþarfi að skipta um áður en þú ferð á kaffihús eða í vinnuna eftir jógaiðkun. Lífið er jú jóga bæði innan sem utan jógasalarins.

Í upphafi hannaði Adva Bruner, sem er bæði prjónahönnuður, fyrrum ballerina og jógi til margra ára, þessa flík úr venjulegri bómull (þó umhverfisvænni) en þegar lífræna útgáfan kom á markað fyrir skömmu stóðst Systrasamlagið ekki mátið og er nú í góðu sambandi við hönnuðinn og allt hennar fólk.

Samfestingurinn er í raun settur saman úr tveimur vinsælustu flíkum Ripple Yoga. Þykkt og mjúkt mittisbandið heldur bolnum og buxunum á sínum stað. Djúpir vasar gera flíkina skemmtilega og vel sniðnar buxurnar eru hreinlega mjög töff. Topp jógaflík sem haggast ekki og styður við eðlilega líkamstjáningu. Ekta fyrir þá sem iðka jóga og vilja vera þægilegir og smart öllum stundum.
Efnið er sterk lífræn bómull með teygjanleika á alla kanta.

Fæst í svörtu, bláu, gráu og dökkfjólubláu og í S-M L og XL.

Fékk m.a. 10 á vefnum yogiapproved.com

Í línunni eru líka frábærar og litríkar jógaleggnings og áður en langt um líður mun fjölga ennþá meira í Ripple Yoga fjólskyldunni í Systrasamlaginu.


Vítamín & bætiefni

Eftir miklar vangaveltur ákváðum við systur að veðja á Viridian vítamín- og bætiefnalínuna. Það kemur aðallega til að því hversu vel sú lína er hugsuð og vönduð. Og líka vegna þess að flest þau efni sem hún inniheldur, eru ræktuð og unnið í landinu þar sem hún er framleidd, þ.e. í Bretlandi. Viridian er að miklu leyti úr vottuðu lífrænum jurtum og inniheldur engin fylliefni. 

Lesa meira

Möntru Armbönd

Möntru Armböndin eru einföld og elegant armbönd með fínlegu yfirbragði. En um leið djúpum undirtón í gefandi orðum og setningum sem minna á það besta sem lífið hefur fram að færa. Fallegt skart. Hvetjandi áminning. Veita sannarlega innblástur, næra, gefa, skreyta og fegra.

Lesa meira

 

Dr. Bach ilmvötn

Ilmvatn á sannarlega að vera gefandi í öllum skilningi, þótt því fari víðsfjarri í mörgum tilfellum. Nú má í fyrsta sinn hér á landi og í Systrasamlaginu EKTA ilmvatn unnið samkvæmt strangri franskri ilmvatnshefð með lífrænum innihaldsefnum, ilmvötn sem eru líka án eiturs og aukefna. Þau hafa nú þegar slegið í gegn í Systrasamlaginu. 

Lesa meira