SYSTRASAMLAGIÐ SAFNAR Á KAROLINA FUND - SPENNANDI TÍMAR FRAMUNDAN!

01.07 2018

 


Hugmyndin sem við systur höfum gengið með lengi er að fá tækifæri til að þróa afar næringarríka drykki úr kraftmiklum íslenskum lækningajurtum fyrir Boðefnabar Systrasamlagsins. Drykki úr bláberjum, fjallagrösum, krækiberjum, netlu, allskyns trjásveppum og mörgum öðrum spennandi jurtum sem við kjósum að kalla GRÆNA GULLIÐ og eru sannarlega vannýtt auðlind. 

Meðfram uppbyggingu innviða Boðefnabars Systrasamlagsins eigum við þann draum heitastan að smíða og græja hreyfanlegan bar upp úr gamla kaffibarborði Systrasamlagsins á Seltjarnarnesinu, sem nú styttist óðum í að verði fjarlægður. Boðefnabarinn hugsum við sem framlengingu á Systrasamlaginu, til að hafa út í garði, fyrir framan Systrasamlagið og jafnvel til að ferðast með lengra.

Af þessum ástæðum ákváðum við að fara skemmtilegu leiðina og safna í sarpinn á Karolina Fund. Þið getið kynnt ykkur málin nánar á þessari slóð:
https://www.karolinafund.com/project/view/2103
 

Vítamín & bætiefni

Eftir miklar vangaveltur ákváðum við systur að veðja á Viridian vítamín- og bætiefnalínuna. Það kemur aðallega til að því hversu vel sú lína er hugsuð og vönduð. Og líka vegna þess að flest þau efni sem hún inniheldur, eru ræktuð og unnið í landinu þar sem hún er framleidd, þ.e. í Bretlandi. Viridian er að miklu leyti úr vottuðu lífrænum jurtum og inniheldur engin fylliefni. 

Lesa meira

Möntru Armbönd

Möntru Armböndin eru einföld og elegant armbönd með fínlegu yfirbragði. En um leið djúpum undirtón í gefandi orðum og setningum sem minna á það besta sem lífið hefur fram að færa. Fallegt skart. Hvetjandi áminning. Veita sannarlega innblástur, næra, gefa, skreyta og fegra.

Lesa meira

 

Dr. Bach ilmvötn

Ilmvatn á sannarlega að vera gefandi í öllum skilningi, þótt því fari víðsfjarri í mörgum tilfellum. Nú má í fyrsta sinn hér á landi og í Systrasamlaginu EKTA ilmvatn unnið samkvæmt strangri franskri ilmvatnshefð með lífrænum innihaldsefnum, ilmvötn sem eru líka án eiturs og aukefna. Þau hafa nú þegar slegið í gegn í Systrasamlaginu. 

Lesa meira