Bleikur latte

05.07 2018

Hibiscus jurtin er ansi mögnuð og rannsóknir sýna að hún eykur hárvöxt, færir húðinni ljóma, dregur úr kólsteróli, er góð fyrir meltinguna og er meira að segja sögð “grennandi”. Hún einstaklega auðug af C-vítamíni og andoxunarefnum og ekki af ástæðulausu nefnd læknakólfur upp á íslensku. Jurtin er alveg ferlega bragðgóð í drykki ef hún er blönduð rétt. Ég veðja á að hibiscusdrykkir nái miklum vinsældum á næstu misserum. Whole Foods og margir aðrir í heilsubransanum eru á sama máli.

Hitt eru svo að gömul náttúruvísindi jóganna sem fullyrða að hibiscus jurtin næri fyrstu og aðra orkustöðina einstaklega vel, eða orkustöðvarnar sem hýsa rótina okkar/jarðtenginguna og sköpunargáfuna. Það hangir auðvitað saman við það sem vestrænu vísindin styðja sem er að hún hefur góð áhrif á nýrnastarfsemina og æxlunarfærin, sem eiga einmitt uppruna sinn í fyrstu og annarri orkustöðinni. Þannig virkar hibiscusinn ekki bara fyrir líkamann heldur andann líka, eins og jógafræðin sjá heildarmyndina.

Hreyfir við meltingunni
Hibiscus (hibiscus sabdariffa / aqua de jamaica) er einstaklega fallegt blóm og í margra augum heilög jurt. Jurtin dregur úr hita í líkamanum og er því mjög vinsæll sumardrykkur fólks á heitari slóðum. Það fer hins vegar auðvitað eftir því hvernig jurtadrykkurinn er blandaður hvort hann hitar eða kælir. Það má vel blanda hibiscusblómið með hitagefandi jurt/um og draga það í ýmsar áttir.

Hibiscusinn afar súr og minnir um margt á trönuber en er þó ekki eins samandragandi. Á vef Amercian Heart Association, eða bandarísku hjartasamtakanna kemur fram að læknakólfur lækkar blóðþrýsting svo um munar og Tuft háskólinn í Boston mælir með 3 glösum á dag af hibiscustei í nokkrar vikur til að ná góðum árangri. Aðrar rannsókir sýna að hibiscus lækkar kólesteról en jafnframt hjálpi það þeim sem þjást af sykursýki 2. Hibiscus hreinsar líka lifrina og vísindamenn frá Biochemistry við Chung Shan Medical og Dental College, í Taichung, Tævan segja hana draga úr vexti skæðra krabbameinsfrumna.
Svo er kannski það sem margir horfa til; hibiscus örvar meltinguna og kemur þvaglátum í jafnvægi og ristli á hreyfingu. Þegar kemur á því að “grennast” er það vegna þess að jurtin hægir á upptöku sterkju og glúkósa. Það kemur til að því að hibiscusinn dregur úr framleiðslu amýlasa sem hamlar upptöku þessarra efna. Á þessu hangir sú staðreynd að við getum mögulega “grennst” með hjálp hibiscus.


Heitur og kaldur hibiscus
Margir hafa svosem bragðað frábæra kalda hibiscusdrykki hér á landi. Hann er þá gjarnan sættur svolítið og jafnvel bætt við hann limónum og myntu. Þá er hann ekki bara fallegur, heldur svalandi og bragðgóður partýdrykkur.
Slíkur drykkur var einmitt opnunardrykkur Systrasamlagsins 15. júní árið 2013. Nú nærri fimm árum síðar er annar og mun heitari hibiscus drykkur að ná til margra í gegnum sama Systrasamlag. Þegar hibiscusjurtinni er mixað saman við heitar lækningajurtir og jurtamólk og hitaður svo úr verður latte, bleikur latte, gerast töfrar sem hreyfa við boðefnum líkamans. Alveg eins og þegar drykkur eins og cacao frá Gvatemala sem inniheldur X-faktorinn nærir inn að hjartarótum í orðsins fyllstu merkingu.

Drykkur er líka matur er boðorð nýrra tíma.

Heimild m.a.

https://www.organicfacts.net/health-benefits/beverage/hibiscus-tea.html