Snorri Ásmunds & Yogi Bhajan

16.11 2018

Listamaðurinn Snorri Ásmundsson fékk þann heiður að vígja nýtt Boðefnagallerý Systrasamlagsins sem opnað var á kanónukvöldi 8. nóvember síðastliðinn. Í gallerýinu sýnir Snorri magnað málverk af gömlum meistara jógafræðanna, Yogi Bhajan sem margir - einkanlega úr jógaheiminum-  þekkja vel. En burtséð frá því þá stendur málverkið fyrir sínu og myndi sóma sér hvar sem er. Líkt og það gerir í Systrasamlaginu.

Málverkið er til sölu en líka einstakar eftirprentanir. Þær fást aðeins í 30 eintökum.

Verðið á málverkinu er 500 þús kr.

Eftirprentun, A3, er á 15 þús kr. Það er bæði til sölu í Systrasamlaginu og í netverslun okkar. HÉR.

Sýning Snorra í Systrasamlaginu stendur til áramóta.

Sýningarstjóri Boðefnagallerýsins er Anna Kristín Þorsteinsdóttir

Ágóði Systrasamlagsins af sölu listaverka / eftirprentanna rennur til þróunnar og uppbyggingar Boðefnabarsins.