ER LJÓMINN AÐ HVERFA?

01.12 2018

Aktív­ist­inn og jóga­kenn­ar­inn Shi­va Rea er mögnuð kona og eitt mest áber­andi and­lit jóga­heims­ins. Það lögðu því marg­ir við hlust­ir þegar hún upp­lýsti að hún hefði nærri brennt upp lífs­vökva sín­um. Ástæðan? Hún gerði alltaf sömu jógaæf­ing­an­ar án til­lits til árstíða eða breyt­inga í lífi henn­ar. Þá kynnt­ist hún Ayur­veda sem um­bylti sýn henn­ar á til­ver­una og færði henni svit­ann, ljómann og lífs­ork­una ný.

Lífs­vökvi, ljómi, lang­lífi og ham­ingja

Það er gott að segja sí­gilda dæmi­sögu sem þessa í gegn­um jafn áhuga­verðan jóga­kenn­ara og Shi­va Rea er, en marg­ir íþrótta­menn og jóg­ar eru í henn­ar spor­um í dag. Þegar Shi­va Rea kynnt­ist Ayur­veda fræðunum, syst­ur­vís­ind­um jóga­fræðanna, hafði hún þanið lík­ama sinn til hins ítr­asta sem var við það að þorna upp. Og þótt hún hafi stundað jóga frá 14 ára aldri hafði hún ekki hug­mynd um hvaða lík­ams­gerð (dosha) hún væri. Þannig var hún ómeðvituð um hvernig krefj­andi æf­ing­ar sköpuðu ójafn­vægi í lík­ama henn­ar og lífi öllu. 
Jafn­vel þótt Shi­va Rea, sem í dag stend­ur á fimm­tugu, hefði ávallt stundað jóga og hug­leiðsu var vand­inn sá að hún var alltaf að gera sömu æf­ing­arn­ar allt árið um kring, án til­lits til árstíða eða þeirra breyt­inga sem voru að verða í lífi henn­ar. Líkt og svo marg­ir taldi hún að jóga gengi út á að kafa dýpra inn í jóga­stöðurn­ar til að öðlast skiln­ing og hreinsa lík­amann. Hitt vissi hún ekki að um leið var hún að brenna upp lífs­vökva sín­um eða, hinu dýr­mæta ojas-i sem sam­kvæmt Ayur­veda stjórn­ar lífs­vökva, ljóma, lang­lífi og ham­ingju

Ójafn­vægi íþrótta­fólks


Eitt af órækj­um merkj­um þess að hökt sé á lífs­vökv­an­um er t.d. þegar þú ert liðug/​ur í jóga en stíf/​ur þess á milli og þegar svit­inn er orðinn þurr.
En þrátt fyr­ir að vera sann­ar­lega „djúp­ur“ jógaiðkandi var það ekki fyrr en Shi­va Rea kynnt­ist Ayur­veda að hún komst að því að hún væri í það sem kallað er pitta-vata ójafn­vægi  sem ein­mitt margt öfl­ugt íþrótta­fólk glím­ir við. Í gegn­um Ayur­veda seg­ist Shi­va Rea loks hafa lært að virkja lífs­kraft sinn og nota nátt­úröfl­in til að ná jafn­vægi og líka til þess að sjá hvar ójafn­vægi henn­ar lægi. Í fram­hald­inu hóf hún að kanna sín­ar eig­in æf­ing­ar og kennsl­una sem hún bauð upp á. Hvernig hún myndi færa sig nær lífs­ork­unni til að tengja við inn­sæið. Þetta gjör­breytti hug­mynd­um henn­ar um jóga og varð upp­spretta þess sem hún kenn­ir í dag. Það eru jógaæf­ing­ar samofn­ar hinum fín­gerða slætti lífs­ork­unn­ar sem býr innra með okk­ur, í takti við breyti­lega daga, vik­ur, árstíðir og tungl­stöður.

Stór­kost­leg breyt­ing


Nú seg­ist Shi­va Rhea alltaf vinna sitt jóga með Ayur­veda sér­fræðing­um og það sé stór­kost­leg breyt­ing á því hvernig hún upp­lifi jóga. Hún sé far­inn að svitna aft­ur og ljóm­inn sé að fær­ast yfir á ný.

Til að viðhalda lífs­ork­unni legg­ur Shi­va Rea áherslu á eft­ir­far­andi:

Þurr­bursta lík­amann dag­lega og bera á sig olíu, ásamt því að nota tungu­sköfu og nefpott.

Borða í takt við árstíðar og mikið af elduðu græn­meti og jurt­um, og huga að eig­in dos­h­um sem stund­um þurfi að fínstilla.

Passa upp á að halda í heil­brigða lík­ams­fitu. Að verða ekki of grönn.

Henn­ar lífs­speki er þessi: 

„Ayur­veda er jóga lífs­ins – megi all­ar ver­ur verða ham­ingju­sam­ar og djúsí.“

Hér má lesa meira um þessa merki­legu konu HÉR.