Undraveröld kristalla

02.12 2018

Flestum þykja kristallar ákaflega fagrir. Þótt ekki séu allir sammála um mátt þeirra. Þeir sem hafa rýnt í veröldina vita að við erum stjörnuryk innra sem ytra og að við gætum hreint ekki notað farsíma, hlustað á útvarp og magnað hljóð nema vegna kristalla. Um mátt stjörnuryksins (kristalla / orkusteina) vita auðvitað allir djúpvitrar listakonur og -menn. Á Woodstock sagði Joni Mitchell m.a. svo fallega “we are stardust, billon year old carbon, we are golden…” Fallegt.

Áhugi á kristöllum fer vaxandi. Á safríku námskeiði í Endurmenntun HÍ um undraveröld gimsteina segir í kynningu að verðmætamat steina sé annað en áður. Áður hafi það byggt á því hvort þeim fylgdi gæfa eða ógæfa og hvort þeir hefðu töfra eða lækningamátt. Í viðskiptum dagsins byggir verðmætamat á lit, fegurð og uppruna. Talað eru um að 3000 steindir séu til á jörðinni en frá 50 – 130 séu eðalsteinar eftir mismunandi skilgreiningum. Flest höfum við lært að þetta snýst að mestu leyti um hörku. Demantur eru með hörkuna 10 en kvars með 7. Smaragður dansar á línunni með hörkuna 7.5 til 8. Eðalsteinar hafa hörkuna 8-10.

kristallarNáttúran snjallasti skaparinn
En hvað sem því líður hafa margir eignast fallega eðalsteina og enn fleiri undursamlega kristalla, sem margir fá að halda sinni lögun og sýna að náttúran er líklega allra besti byggingameistarinn. Semsé sögulega eru kristallar með magnaðan mátt og farvegur áhugverðrar orku og hjálpa okkur að losa um neikvæða orku. Í mörgum tegundum heilsufræða eru kristallar jafn mikilvægir og jurtir og/eða hugleiðsla. Það er alltént nýuppgötvað af vísindamönnum að hugurinn hefur miklu meiri lækningamátt en áður var talið og hvað sem vísindin segja um mátt kristalla (kannski ekki komin þangað enn) fullyrðir stór hluti jarðarbúa að kristallar búi yfir töfrum. Hér er greint frá nokkrum sem eru vinsælir, fallegir og töfrandi. Þeir allra mögnuðustu, segja sumir. Annað er á tæru að við lifum sannarlega í steindri veröld og svo skemmtilega vill til að gömlu góðu nýaldarfræðingarnir hafa byggt brú yfir í nútímavísindin um mátt magra töfrandi steinda.

Vinsælustu kristallarnir
Nú kemur það sem sagt er um margra af vinsælustu kristöllum jarðarinnar: Fyrstu þrír, rósakvarz, ametýst og glær kvarz eru sagðir þeir allra mögnuðustu og vinsælir eftir því.

Rósakvars (Rose quartz) er kristall ástarinnar í öllum formum og myndum. Hann er hjartaopnandi og er því tengdur beint við hjartastöðina. Þessi kröftugi kristall er sagður veita okkur andlega heilun og minnir okkur á að öll erum við partur af sömu heild.

Ametýst (Amethyst) dregur nafn sitt frá þjóðsögu um guðinn Bakkus og er því oft tengdur við hóf á drykkju og öðrum slæmum siðum. Rómverjar og Grikkir til forna skreyttu m.a. bikara og önnur drykkjarföng með ametýst til að hafa betur hemil á drykkju sinni. Ametýst er mjög öflugur steinn sem tengist við þriðja augað, krúnustöðina og æðri orkustöðvar og á að gefa beina tengingu í hið andlega. Hann er því mjög góður fyrir bæði heilun og hreinsun. 

Glær kvars (Clear quartz) 
Án kvars væri heimurinn ekki sá sami. Kvars er notaður í ýmis raftæki eins og klukkur, síma, tölvur og hljóðnema til að leiða og magna bylgjur. Vegna þessara eiginleika sinna er hann oft kallaður höfðingi heilaranna (master healer) í kristallaheiminum. Glær kvars tengir við allar orkustöðvarnar og hjálpar til við að magna orku annara kristalla og steina í kringum sig. Hann er því tilvalinn til notkunar í kristallanet (grid).

Lemúríukvars (Lemurian)
Talið er að Lemúríukvars hafi verið skilin eftir fyrir okkur jarðarbúa í dag af íbúum týnda landsins Lemúríu. Lemúríukvars er sagður mikill heilari og á að hjálpa til við að draga fram upplýsingar sem hafa verið faldar eða sem við sjáum ekki með berum augum. Lemúríkvars á að hafa verið sendur til okkar til að heila okkur sjálf og heiminn. 

smaragðurSmaragður (Emerald) er stundum kallaður heilarasteinninn og dansar á mörkum þess að vera eðalsteinn. Hann er grænn að lit með dassi af svörtum og hvítum rákum. Áhrifamiklar manneskjur í veraldarsögunni hafa heillast á smarögðum, allt frá Salómon konungi og Kleópötru til Elísabetar Taylor sem skartaði þeim fagurlega og varð fræg fyrir. Smaragður er enn af hjartasteinunum sem er sagður svo öflugur að hann geti dregið að sér gæfu og velsæld en er um leið öflugur verndarsteinn. Hann er að vísu fágætari en hinir en fæst þó með blöndum, t..d í kristalsvantsflöskum. 

Karnelían (Carnelian) er sannkölluð orkusprengja fyrir fyrstu þrjár orkustöðvarnar: rótarstöðina (grunnþarfir, jarðtengingu), hvatastöðina (frjósemi, sköpun og kynorka) og sólar plexusinn (viljastyrkur og kjarkur). 
Til forna var karnelían notaður til að veita fólki aukinn kjark í ádeilum og hjálpa því að tala á öruggann og yfirvegaðan hátt. 
Í dag er hann notaður til að gefa okkur spark í rassinn þegar kemur að því að klára verkefni, fara að hreyfa sig eða einfaldlega koma sér af stað. 
Þessi fallega glóandi steinn á að hjálpa til við að vekja upp kynorku en er líka tilvalin gjöf tengd frjósemi, t.d. fyrir þá sem standa í barneignum. 

Blár Hávlít (Blue Howlite) 
Hávlít er róandi steinn sem hjálpar til með afslöppun og svefn. Hávlít er oft tekinn og litaður með litarefni í ýmsum litum eins og í þessu tilfelli. Það á þó ekki að draga úr virkni hans, því að litaður blár hávlít er talinn hjálpa til við að muna og ráða drauma. Þessi sæmir sér vel á náttborðinu.

Sódalít (Sodalite) fannst fyrst í Grænlandi árið 1811.
Hann á að hafa örvandi áhrif á hugann og stuðla að auknu innsæi, athygli og hjálpa til við að mynda skoðanir og greina hluti og getur hentað vel þeim sem hafa áhuga á heimspeki. Hann tengir bæði í tjáningarstöðina og þriðja augað (innsæið okkar). 

Bleikur Kalsít (Pink Calcite). Þessi fallega bleiki steinn býr yfir mjúkri orku sem tengir við hjartastöðina. Samúð er sterkt einkenni bleiks Kalsíts (Pink Calcite) og minnir hann okkur á sjálfsást, ást á öðrum lífverum og að öll erum við partur af einni heild.  Fullkominn steinn fyrir þá sem vinna í að opna hjartað og minnka spennu og kvíða. 

Pírít (Pyrite) fær nafn sitt úr grísku (pyr=eldur) en hefur í gegnum tíðina oft verið kallaður glópagull.  Þessi einstaki málmsteinn tengir við sólar plexus og er innspýting af orku þegar kemur að viljastyrk, sjálftrausti og innblæstri. 
Pírít er einnig tenging við gnægð og peninga og má vel nota pírít í þeim tilgangi að draga þessa hluti til sín. Stingdu honum t.d. í veskið eða í kristallanet (grid) heima fyrir.

Sítrín (Citrine) 
Nafnið Sítrín kemur frá franska orðinu citron (sítróna). Þessi guli orku- og gleðigjafi tengir beint við sólarplexus, orkustöð viljastyrkjar og stjálfstrausts. Hann örvar sköpun og ímyndunarafl og hjálpar þér að ná markmiðum þínum. Sítrín er fullkominn fyrir þá sem vinna í að auka sjálfstraust sitt og kjark og komast í betra andlegt jafnvægi. 

Malakít (Malachite) myndar skemmtilega tengingu bæði við hjartastöðina og sólar plexus, sem er óvenjuleg blanda. Hann er kröftugur steinn sem á að hjálpa til með sjálfsvirðingu, sjálfsvilja og að standa við skuldbindingar í formi góðvildar og fyrirgefningar. Malakít á að vera einn öflugasti steinninn í vernd gegn neikvæðri orku. Heimildir um notkun malakíts hafa fundist allt frá 3000 fyrir Krist í Egyptalandi, þar sem hann var m.a. mulinn niður í duft og notaður sem augnskuggi. Athugið þó að Malakít inniheldur kopar og er því ekki æskilegt að setja hann í vatn og drekka.

Reykkvars með Sítrín (Smoky Citrine)
Reykkvars og sítrín mynda heilandi blöndu með jarðtengingu reykkvarsins og krafti og orku sítrínsins. Reyksítrín er hjálplegur þegar kemur að birtingamyndum í veraldlegum skilningi.  

Andakvars með Límonít (Spirit quartz with Limonite)
Það er stundum talað um að kristalla- og steinategundir birtist okkur þegar við mest þurfum á þeim að halda. Það á vel við andakvars, sem komst fyrst í mannshendur árið 2001.  Andakvars (Spirit quartz) er ákaflega fallegur og öflugur steinn. Uppbygging hans er einn langur, oddhvass kristall sem er þakinn mörgum litlum kristöllum. Talið er að þessi uppbygging magni krafta hans og töfra.

Gulur Andakvars er í grunninn ametýst sem litast hefur af náttúrunnar hendi með límonít. Hann er sagður orkusprengja fyrir sólar plexus og fullkominn fyrir þá sem vinna í sjálfstrausti og valdeflingu.  Nafnið andakvars kemur þó ekki frá andlegum tenginum heldur fær hann nafn sitt frá fjólubláum, afrískum rúðuhreinsi sem ber nafniðsSpirit, en hann er svipaður á litinn og fjólublár andakvars.  Andakvars er aðeins að finna í Suður-Afríku.

Hematít (Hematite)
Hematít er mjög öflugur steinn sem tengir við rótarstöðina. Hann virkar líkt og akkeri, dregur okkur aftur niður á jörðina þegar við erum orðin týnd í hugsunamynstri sem þjónar okkur ekki. Hann getur verið góður fyrir þá sem hugsa of mikið um fortíð eða framtíð. Í sumum aðstæðum er hematít of kröftugur í jarðtengingu, þá er gott að grípa í reykkvars eða svartan Túrmalín í hans stað.

Mandarínukvars (Tangerine quartz)
Mandarínukvars er glær kvars með þunnu lagi af hematít. Þessi fallegi kvars tengist hvatatsöðinni þar sem við vinnum m.a. með sköpun í öllum sínum myndum. Í hvatastöðinni má líka finna kynorkuna okkar og sköpun nýs lífs. Þessar fallegu mandrínukvars nálar eru fullkomnar í kristallanet (grid), sérstaklega tengt sköpunarkrafti og barneignum. 

Malacholla er blanda af chrysocolla og calachite.  Steinn sem stuðlar að jafnvægi. Crysocholla ber í sér kvenlæga orku og malachite karlæga. Þessar tvær tegundir orku mætast í þessum steini og mynda gott jafnvægi. 

Flúroít (Fluorite) er kristall sem á að skýra hugann og hreinsa til í höfðinu. Flúorít er t.d. góður á skrifborðið og hjá tölvum til að hjálpa til með Flúorít með ráðandi grænan gefur tengingu við hjartað en ráðandi fjólublár tengir við krúnustöð. 

Labradorít (Labradorite) er töfrandi steinn sem í þjóðsögum Inúíta var talinn vera frosin norðurljós enda lýsandi blár og gulur. Labradorít er allur um jákvæðni, hann er talinn fæla burt neikvæða orku og er oft talinn einn sterkasti verndari steinaríkisins. Í þessum fallega bláa steini má finna glampandi bláa og gula fleti. Labradorít tengir við þriðja augað, innsæjið okkar og á að hjálpa okkur að auka meðvitund og nálgast hlutina með opnum hug.

Lapis Lazuli. Þessi fallega blái steinn á sér langa sögu alla leið aftur forn-egypta sem notuðu hann ekki aðeins sem skart heldur muldu hann líka niður sem meðal og augnfarða. Nafnið kemur frá forn Persíu (lazhuward) sem þýðir blár. Í gegnum tíðina hefur lapís verið tengdur konungdómi og er m.a. sarkófagi Tútankamóns fagurskreyttur með lapís.  Þessi konunglegi steinn tengir við tjáningarstöð og þriðja auga. Hann er eins konar gátt að sögum, fortíð og fyrri lífum og er fallegur steinn sem á skilnn hvers konar stall. Hann sæmir sér m.a. vel á altari.  Nafnið kemur frá Selene, gyðju tunglins.

Selenít (Selenite) er sannkallaður englakristalll sem tengir við þriðja augað, krúnustöð og efri orkustöðvarnar. Hann hjálpar okkur að tengja við hærra sjálf og andlega hjálpara og leiðsögumenn. Afar hreinsandi og verndandi kristall sem má jafnvel nota til að hreinsa aðra steina og kristalla.  Selenít er tilvalinn í hugleiðslu og til notkunar í verndandi kristallanet (grid) m.a. í glugga til að halda óþægilegri orku úti.

Tigers eye og red tigers eye hjálpa við að fá skýra sýn á hlutina, taka eftir smáatriðum og sjá réttu leiðina m.a. í ákvarðanatöku.  Tengir við sólarplexus og er oft tengdur við gnægð eins og Pírítinn.  Rautt tengir við lægri orkustöðvar, rótar- og hvatastöð. Á að vera örvandi og gefa innblástur og hvatningu. 

Mookaite Jaspís fylgir fyrstu þremur orkustöðvunum, orkuskot fyrir sálina. Jákvæð orka, viljastyrkur, tenging við tíðni Jarðarinnar.  Sjálfsstyrkur, sjálfsvilji, hægt að virkja sólarplexus með að pressa honum að orkustöðinni. Hann er karrigulur með smá vínrauðu í.

Svartur tourmalineSvartur Tourmaline er gjarnan sagður rokkstjarna kristalsheiminsins enda af fróðum talinn sérlega öflugur verndari gegn skaðlegum geislum farsíma- og tölvunotkunnar. En ekki síður gegn allri neikværðu orku og óvild. Stilltu honum upp við hlið tölvunnar, hafðu hann með farsímanum, saumaðu hann innan á klæði þín. Og hafðu einn í einu horninu á heimili þínu. Svartur tourmaline er sagður “möst have” í heimi kristallanna nú á tímum mikils áreitis og neikvæðrar orku.

Það er gaman að segja frá að kristallar eru til í öllum stærðum og gerðum og öllum verðflokkum. Óndanlegan fróðleik er að finna um kristalla á netinu.