BRJÓSTANUDD & LÍFSORKAN

25.12 2018

Í flestum tegundum vestræns nudd er ekki til siðs að brjóst kvenna séu nudduð. Það breytir engu um það að brjóst kvenna eru oftast það svæði líkamans sem þarf mest á nuddi að halda. Vandað brjóstanudd hreinsar óhreinindi í gegnum sogæðakerfið, dregur úr vekjum og tilfinningaspennu og ýtir undir að lífsorkan flæði um líkamann. Og auðvitað, opnar hjartað.

Brjóstanudd með réttum olíum
breast-self-exam
Brjóstanudd er bæði áhrifamikið og fyrirbyggir. Bestur árangur af brjóstanuddi næst með því að nota góðar lífrænar grunnolíur. Nuddið getur orðið ennþá áhrifaríkara með réttum kjarnaolíum sem blandað er út í grunnolíur. Bestar eru kjarnaolíur með kamillu (slakandi), oreganó (bólgueyðandi), rósmarín (örvandi) og franicense (opnar hjartað og jarðtengir). Blandið t.d. í lífræna sesamolíu eða möndluolíu með annað hvort góðri blöndu kjarnaolía eða stakri kjarnaolíu sem höfðar mest til þín núna.

Indversku lífsvísindin mæla sérstaklega með brjóstanuddi til að fyrirbyggja sjúkdóma og í hefðbundnu ayurvedísku nuddi eru brjóst kvenna (sem og brjóstkassar karlmanna) jafn mikilægir líkamshlutar og aðrir. Í hefðbundnu ayurveda nuddi, sem þykir það allra besta sem fyrirfinnst hnettinum (sammmála), er losað um stíflur og sérstaklega horft í prana (lífsorkuna) og apana (það sem ýtir undir flæði lífsorkunnar) í gegnum svokallaða nadi punkta, okkar mikilvægustu orkupunkta. Þrýstipunktarnir (marmas) eru einnig ákaflega mikilvægir, einkanlega þegar kemur að brjóstum. Þeir liggja í brjóstkassa og í handarkrika samhliða mikilvægum sogæðapunktum.

Losar um tilfinningar og opnar hjartað
“Brjóstanudd að hætti ayurveda kemur jafnvægi á sogæðar og losar um bandvefsreifar,“ upplýsir Jennifer Johnson stjórnandi Chopra heilsumiðstöðvarinnar í Bandaríkjunum en miðstöðin hefur sérhæft sig í umhirðu og ummönnun brjósta kvenna sem hún segir hjálpa konum líkamlega en ekki síður andlega og tilfinningalega. Hjartað sé jú í brjóstkassanum og rík þörf sé hjá mörgum að hleypa gömlum tilfinningum út sem setjist að í bandvefsreifunum.
Þar sem ólíklegt er þó að þú komist í gott ayurveda nudd hér á landi og enn síður að brjóst þín verði nudduð hjá vestrænum nuddara er fátt annað í stöðunni en að nudda sjálfur og gera það minnst einu sinni í mánuði.

Að nudda eigin brjóst
Stattu eða sittu fyrir framan spegil. Komdu þér notalega fyrir. Haltu undir brjóstið með annarri hendi á meðan þú nuddar það með hinni. Strjúktu mjúkt en örugglega frá ysta hluta að geirvörtu. Gerðu þetta nokkrum sinnum. Myndaðu því næst V með þumalfingri og vísifingri og nuddaðu allar hliðar brjóstsins. Aftur, mjúkt en örugglega. Lyftu þá hendinni upp í loft og nuddaðu vel undir handakrikanum og færðu nuddið vel upp á bringu að hálsi og jafnvel að eyra. Nuddaðu nákvæmlega eins hinum megin. Góður hálftími af brjóstanuddi gerir gífurlegt gagn. Meira en þig grunar. Korter á hvort brjóst í það minnsta.

Gangi þér vel.

Ps: Oxytocin er það boðefni sem hefur með nándina og traustið að gera og ýtir undir heilbrigð sambönd, ekki síst við okkur sjálf. Það er það boðefni sem leysist úr læðingi við gott brjóstanudd.

Heimildir m.a:
https://chopra.com/

.