Tíu mest spennandi heilsutrendin 2019

26.01 2019

Hormónar koma mikið við sögu en líka svefninn, hvíldin, indversku lífsvísindin, kristallar og góðgerlar.


 

 

2018 var um áhugavert. Umræður um heilsuna og hvað hefur raunverulega áhrif á urðu heiðarlegri. Við áttum dýpri samræður um geðheilsuna og græn fegurð varð á allra vörum. Flest erum við upplýstari um hvað vegan snýst en þótt þar gildi stífur rammi kjósa margir að vera grænkerar af og til og ketó þess á milli.
Það er margt spennandi sem lesa má í árið 2019. Vellíðunarmenningin er á mikilli siglingu og hormónar koma mikið við sögu en líka svefninn, hvíldin, indversku lífsvísindin, kristallar og góðgerlar. Frá 2018 halda matar blómin velli, öndunin dýpkar og dýpkar, cacao-ið er komið til að vera og næringarríkir drykkir verða ennþá litríkari.
Hér koma 10 helstu heilsutrendin fyrir 2019...

ÞETTA LIGGUR ALLT Í HVÍLDINNI
Við höldum áfram að stækka vöðva og reyna á þá en nú vita sérfræðingarnir að þetta gerist allt í hvíldinni; þegar við veltum okkur á nuddrúllunni, förum í köld böð, heitt magnesíumbað eða infrarauða klefa. Líka þegar við tökum inn næringarbúst og förum á snarpa hreinsikúra. Heill hellingur tækninýjungum mun hjálpa okkur að ná betri heilsu og lesa í okkar eigin líkama í ár.  Allt þetta snýst um eitt orð ”recovery”, að endurnýja orkuna sem hraðast. Flottankar hafa aldrei verið betur sóttir. Vinsældir þeirra aukast enn. Það sama má segja um íslensku Flothettuna sem er nú þegar búin að breyta íslenskri sundlaugamenningu. Þið munuð sjá ennþá fleiri fljóta um land allt. Hljóðheilun og möntrusöngvar halda áfram að óma.
Aftur. Vellíðan er orð ársins 2019.

JURTAFISKUR HIÐ NÝJA KJÖT
Það kann að hljóma undarlega að fiskur úr jurtum sé að verða hið nýja kjöt. Þessu spáir hinn vinsæli heilsuvefur mindbodygress og Whole Foods tekur undir.  Jurtamjólk hefur nú náð 13% af allri mjólkursölu. Hví ætti jurtafiskur ekki að ná sama flugi? Jörðin æpir á minna kjötát. Kjötið hefur þegar fengið yfirhalningu.

Nú er komið að fisknum. Nokkur fyrirtæki byggja afkomu sína á jurtafiski. Má þar nefna Sophie’s Kitchen sem framleiðir krabbakökur og hörpudisk úr m.a. baunum og kartöflum og selur eins og heitar lummur í Whole Foods. Salan mun hafa tvöfaldast að undanförnu. Önnur fyrirtæki sem byggja afkomu sína á jurtafiski eru Ocean Hugger Foods og Good Catch sem framleiðir mjög vinsælan jurtatúnfisk. Sérfræðingarnir segja endlaust rými til vöruþróunnar í þessa átt því fiskitegundir sem eru borðaðar í veröldinni séu margfalt fleiri en kjöttegundirnir.

SVEFNINN OG NÁTTÚRULEGIR VITSMUNIR LÍKAMANS
Nú veit vísindaheimurinn að við erum öll blóm. Við búum yfir náttúrulegri líkamsklukku. Það er líka vitað að dægursveiflunar hafa að öllu leyti með hormónin kortisól og melatónín að gera. Árið 2019 er árið sem við munum læra meira um hversu mikil áhif þessir hormónar hafa daglegar sveiflur okkar og hvað líkamsklukkan er í raun magnað fyrirbæri. Kortisólið á að blómstra á morgnanna og hjálpa okkur að takast á við daginn en þegar kvölda tekur tekur melatón yfir og gefur til kynna að nú sé tími til að vinda ofan sér. Hljómar einfalt. Vandamál margra er þó víðtækt hormónarugl sem skilur okkur eftir dauðþreytt og vansvefta. Ef þú tengir við þetta vandamál ertu alls ekki einn/ein á ferð. Afleiðingarnar, fyrir utan almenna þeytu, eru fitusöfnun, sykursýki, hár blóðþrýstingur og önnur heilsufarsvandamál, upplýsir segir Dr. Satchin Panda höfundur bókarinnar Circadian Code: Lose Weight, Supercharge your Energy, and Transform your Health from Morning to Midnight. Að baki vanstilltrar líkamsklukku er auðvitað okkar sturlaða streitulíf, og sannarlega ofnotkun snjalltækja síðla kvölds sem hægir á melatónínframleiðsunni. 

Auðvitað eru mörg góð náttúruleg ráð til að verjast. Almenn skynsemi; reglusamt líf og hollt og gott mataræði er vitanlega númer eitt, en það má líka skoða jurtir, öpp og það nýjasta er Oura ring sem fylgist með líkamsklukkunni og Harry prins dásamar. Svo mikið er víst að öll vandamál okkar ýkast ef svefninn er truflaður. Það sem hvert og eitt okkar þarf að íhuga er þó að þetta snýst ekki bara um góða hvíld heldur þurfum við að vera í tengslum við náttúrulega vitsmuni líkamans og heiðra þá.

AYURVEDA TEKUR FLUGIÐ
Straumar og stefnur koma og fara en Ayurveda, eða vísindi lífsins, sem hafa verið þarna í 5000 ár eiga svör við öllu. Ayurveda hefur smám öðlast sess á ný. Mindbodygreen og fleiri sem spá í árið 2019 segja þau vísindi verði á borði fleiri en nokkru sinni á næsta ári. Um sé að ræða hreina vitundarvakningu. Þessi vísindi lífsins hafa undanfarin ár endurvakið hollustu á borð við túrmerik, ghee, gullnu mjólkina og kitchari hreinsanir. Gott og vel. En það er bara brotabrotbrot af því sem þessi mögnuðu systurvísindi jógafræðanna hafa fram að færa. Þið munuð æ oftar heyra orð eins og ojas, abhyanga og triphala og öðlast dýpri þekkingu á vata, pitta og kapha, sem eru ekki bara grunnur mannsins heldur líka náttúrunnar. Hollywood á ríkulegan þátt í að ýta Ayurveda upp á yfirborðið enda er fátt vinsælla meðal stjarnanna en að fara í djúpa og safaríka panchakarma hreinsun sem er orðin aðgengilegri en áður. Helstu talsmenn Ayurveda í Hollywood eru Kate Hudson, Busy Philipps og Live Tyler, að ógleymdum mörgum meðlimum bresku konungsfjölskyldunnar sem nýta sér þessi systurvísindi jógafræðanna óspart og hafa gert lengi. Vaxaandi vinsældir Ayurveda eru í raun fullkomlega skiljanlegar í ljósi allra mataræðiskúranna sem virka fyrir suma og aðra ekki (og engin skilur neitt í). En líka vegna þess að kúrarnir virka fyrir suma í smá tíma en hætta svo að virka fyrir nákvæmlega þá sömu, og enginn skilur heldur neitt í. Nema kannski Ayurveda sem segja að við séum hluti af náttúrunni sem er sífellt að breytast. Það sem kann virka fyrir þig í dag er ekki víst að virki fyrir þig á morgun. En utan kvikmyndaborgarinnar eru Ayurveda að verða aðgengilegri almenningi með aukinni þekkingu á jógafræðunum. “Ástæðan fyrir auknum vinsældum Ayurveda er að fólk er að átta sig á hugar-líkamstenginunni, segir Sahjara Rose höfundur Eat Feel Fresh. Jasmine Hemsley (önnur Hemsley systra) gaf líka nýlega út Ayurveda bók, East by West sem hefur þegar slegið í gegn. Ayurveda og allir þess ríku leyndardómar eiga bara eftir að vaxa og dafna.

UMBÚÐARBYLTINGIN
Kannski verður þó umbúðarbyltingin stærsta bylting næsta árs. Því allt þetta mun ekki bara byrja og enda með því hvernig við sofum, borðum eða hreyfum okkur (eða tölum um annað fólk). Flestir eru komnir með upp í kok af öllum þessum umbúðum. Plastinu. Eins og fréttaflutningur á árinu hefur borið með sér. Nú síðast fundust plastagnir í íslenska drykkjarvatninu. Það kom fram í fréttaskýringarþættinum Kveik. Þá var mörgum nóg boðið. Látið ykkur ekki detta til hugar að þið getið boðið okkur upp á plastpoka og plastumbúðir utan um grænmetið í búðunum ykkar í lok næsta árs. Þið fáið að heyra það. Óþvegið. Whole Foods er farið af stað með herferð fyrir 2019 sem kallast BYOVB (bring your own vegetable bag). Hér gæti slagorðið verið KMÞEPUG, komdu með þinn eigin poka undir grænmetið. Punktur.

ALLSKONAR FYRIR HEILANN
Því meira sem við sökkvum okkur ofan í hinn starfræna heim þeim mun meira þurfum við að styðja við og næra heilann. Árið 2019 eigum eftir að sjá aukið úrval jurta og bætiefna og allskyns ráð fyrir heilann. Þetta hefur vissulega verið að læðast inn með olíum í drykkina, hugleiðslunni, nidranu, jóganu og því öllu. En nú eru margir farnir að sjá tengingu við hormóna(ó)jafnvægi líkamans. Allt sem vinnur gegn heilaþoku, minnisleysi, kvíða, einbeitingarskorti og jafnvel þunglyndi verður ofarlega á blaði á árinu í heilsuveröldinni. Góðar blöndur sem verða ennþá vinsællli eru m.a  magnesíum og B6, burnirótin (Rhodiola Rosea), gingseng, Omega 3 og ennþá meira túrmerik. Það sem er líka alltaf nefnt kemur úr Ayurvedafræðunum og kallast bacoba monnieri en því miður hefur Íslendingum ekki borið gæfa til að leyfa þá jurt hér á landi.

10-14 FASTAN
16:8, 14:l0 og fleiri föstur hafa verið mjög vinsælar undanfarið og virkað vel fyrir marga. Nú liggur ný fasta í loftinu sem nefnist 10:14. Sú byggir á að borða frá tíu á morgnanna til tvö á daginn en drekka vel þess á milli. Leiðinlegt? Kannski. En Cate Blanchett og Nicole Kidman og gera þetta stöku sinnum að ráði Annaeoile Whitfield einkaþjálfara. Ofurdrykkurinn sem þær drekka á milli þess sem þær borða (frá 10-14) er lífrænn kakódrykkur með kaffiskoti út í og nokkrum góðum jurtum. Þær geta m.a. lucuma eða baobab, kanill og himalaya salt. Nauðsynlegt er að hafa fitu drykknum til að koma í veg fyrir hungur en ALLS ekkert sætuefni. Lífrænt smjör, ghee, kókosolía og miðlungs löng fitusýra eru helstu valkostirnir. En hafið bara eitt í huga. Þessar 10: 14 föstur eiga að standa stutt yfir og eru fyrir fólk sem vill líta vel út í bíómyndum.

KRISTALLAR ALLSTAÐAR
Ef þú flettir upp í google kemur í ljós að orðið “crystalhealing” eða heilun með kristöllum hefur rokið upp í leitarvélinni. Og þið sem hélduð að kristalsáhuginn væri að dvína. Nei, hann er rétt að byrja. Í nánustu framtíð verða kristallar ekki bara notaleg heimilisprýði eða í skartgripunum heldur líka stór hluti af andlegu ferðlagi fólks. Einhverskonar orkuheilun með kristöllum mun taka á sig allskonar myndir á næstu misserum. Því má heldur ekki gleyma að kristallar eru eitt af fegurstu listaverkum náttúrnnar og ef ekki væri fyrir kristalla gætum við ekki notað farsíma, magnað hljóð eða hlustað á úrvarp. Hitt er líka skemmtiegt að margir krakkar eru mjög hrifnir kristöllum og tengja oft við þá sem töfrasteina. Er það ekki bara skemmtilegt í plastgerðum heim að tengja við náttúruna í gegnum kristalla.

GÓÐGERLAR Í ÖLLU
Kombucha, kefír, súrkál og hvað allt þetta nefnist. Það var bara upphafið á góðgerlabyltingunni. Nú eru þeir líka að komnir í hnetusmjörið, súpurnar, granólað og snyrtivörnar. Fæðan heldur áfram að lifna við árið 2019 og snyrtivörurnar líka. Það er sannarlega ávísun á meiri vellíðan.

HORMÓNAHEILSA KVENNA

Af öllum rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið á hjarta- og æðakerfi mannsins hefur aðeins 1/3 verið beint sérstaklega að konum. Nú er loks að rofa til. Heilsa kvenna verður meira í til skoðunnar 2019. Frá ýmsum sjónarhornum. T.d. Verður þetta ekki lengur bara tal um einhverja “hormóna” sem eru að trufla konur, heldur nákvæmlega hvaða hormóna. Í upphafi 2018 kom frumkvöðlafyrirtæki í læknavísindum vörunni Throne á markað. Þá vöru  geta konur  notað til að mæla 12 mismunandi hormóna sjálfar, heima á sér. M.a. frjósemi, skjaldkirtil, streituhormónog svefnhormón. Þetta er sannarlega skref í rétta átt. Vissulega dýrt ennþá en verður vonandi aðgengilegra í nánustu framtíð, sem og allar góðar upplýsingar og rannsóknir um heilsu kvenna.