BESTU RÁÐIN Á TÍMUM FLENSU OG ORKULEYSIS

30.01 2019

Ertu með flens­una, kvef, sí­hnerr­andi og alltaf að snýta þér? Er háls­bólg­an að hrjá þig eða bara al­menn­ur slapp­leiki? Marg­ir glíma um þess­ar mund­ir við ein­hverja út­gáfu af slapp­leika. Í besta falli orku­leysi. Þá er gott að vita að jóga­fræðin búa yfir mögnuðum ráðum sem geta létt fólki lífið og flýtt upprisu. Marg­ar aðferðanna hafa vís­ind­in þegar stutt. En á meðan hin virta lækna­vís­inda­stofn­un Mayo cl­inic ráðlegg­ur mikla vatns­drykkju sem komi í veg fyr­ir ofþorn­un og losi um stífl­ur leggja hin fornu ayur­veda-lífs­vís­indi til mikið af heitu vatni í sama og jafn­vel enn þá áhrifa­rík­ari til­gangi.

Ayur­veda, syst­ur­vís­indi jóga­fræðanna, eru nefni­lega ögn ná­kvæm­ari og segja lík­amann eiga mun auðveld­ara með að frá­soga heitt vatn en volgt eða kalt.


Hér er rök­stuðning­ur­inn:

Heitt vatn skoli burtu ama (eit­ur­efn­um) sem létti á ónæmis­kerf­inu

Heitt vatn næri slím­húðina um leið og það los­ar okk­ur við um­frams­lím.

Heitt vatn róar vata-frum­efn­in sem búa í okk­ur öll­um (þó í mis­stór­um hlut­föll­um). Ofan á það bæt­ist að vata er kalt og þurrt, eins og vet­ur­inn á Íslandi. Því er tvö­föld ástæða fyr­ir Íslend­inga að hafa vatnið heitt frem­ur en kalt eða volgt.

Ef flens­an er á fyrstu stig­um ráðlegg­ur ayur­veda-fræðing­ur­inn John Doull­ard nokkra sopa af heitu vatni á 10 til 15 mín­útna fresti í þrjá daga. Það geti snúið á flens­una.

Larissa Hall Carl­son, skóla­stjóri hins virta Kripalu Ayur­veda-skóla í Massachusetts í Banda­ríkj­un­um, ráðlegg­ur okk­ur að láta fæðuna vera meðal okk­ar á flensu­tím­um. Hún mæl­ir með hreins­un, heit­um, létt­um og ein­föld­um mat og miklu af jurta- og græn­met­iss­eyðum og teum. Jafn­framt miklu af vel elduðu græn­meti sem er á upp­skeru­tíma. „Forðist þunga og mass­í­va fæðu sem erfitt er að melta. Það eru mjólk­ur­vör­ur, kald­ir djús­ar, kjöt og sæta­brauð. Forðist einnig kald­an, fros­in og þurr­an mat og líka hrá­fæði sem get­ur verið erfitt að melta,“ seg­ir Larissa á heimasíðu Krip­lau.

Gott að væta kverk­arn­ar upp úr salt­vatni. Salt­vatnið los­ar um slím og hreins­ar burt bakt­erí­ur og sveppi úr háls­in­um. Mayo Cl­inic tek­ur und­ir það og seg­ir salt­vatn róa sár­an háls og draga úr kláða.
Leysið ¼ til ½ tsk. af salti (helst himalaya insk: pistla­höf­und­ar) upp í 1 bolla af heitu vatni, seg­ir á vefsíðu Mayo Cl­inic. Að baki þess­um ráðlegg­ing­um ligg­ur rann­sókn sem birt var í The American Journal of Preventi­ve Medic­ine. Um var að ræða sam­an­b­urðar­rann­sókn. Ann­ar hóp­ur­inn sem skolaði háls sinn þris­var á dag var 40% fljót­ari að jafna sig af sýk­ing­um í hálsi vegna kvefs eða flensu í sam­b­urði við þá sem ekki skoluðu á sér háls­inn upp úr salt­vatni.

Borðaðu eða drekktu engi­fer. Marg­ar vís­inda­leg­ar rann­sók­ir sýna og sanna að engi­fer dreg­ur úr flensu­ein­kenn­um, sljó­leika og flök­ur­leika og jafn­vel úr vöðva- og bein­verkj­um. Ayur­veda-fræðin hafa ein­mitt alltaf vitað að engi­fer er eitt öfl­ug­asta meðalið við kvefi. Engi­fer er beisk­ur í eðli sínu, sem dreg­ur úr kafa, þessu blauta og þunga, sem býr í okk­ur öll­um en fer gjarn­an úr jafn­vægi þegar við veikj­umst.
Hitt er annað mál að það er ekki skyn­sam­legt að taka marg­ar teg­und­ir verkjalyfja á sama tíma og engi­fer. Því engi­fer­inn er líka blóðþynn­andi.

Í rem­idíu­bók Vas­ant Lad ayur­veda-lækn­is er frá­bært ráð sem gagn­ast hef­ur mörg­um vel. Það snýst um að fara í engi­fer-and­lits­gufu sem létt­ir á enn­is­hol­um og lung­um. Sjóðið 1 tsk. af fín­söxuðum líf­ræn­um engi­fer í ½ lítra af vatni í stutta stund. Takið af hell­unni. Þegar vatnið hef­ur kólna ör­lítið er gott setja blönd­una í hitaþolna skál og hand­klæði yfir haus­inn. Andið að ykk­ur guf­unni í nokkr­ar mín­út­ur. End­ur­takið ef þess þarf.

Og auðvitað ráðleggja jóg­arn­ir líka djúpa önd­un. Það dreg­ur úr stíf­leika í brjóst­kass­an­um. Larissa á Kripalu-jóga­setr­inu seg­ir drigha Pr­anayama, eða þriggja hluta önd­un, áhrifa­rík­asta. Hún hef­ur áhrif á sef­kerfið okk­ar, eða para­sympa­tíska tauga­kerfið. Hér lýs­ir Larissa önd­unni vel.

Ef við erum ekki kom­in á bólakaf í flens­una er gott að fyr­ir­byggja og passa vel upp á D-víta­mínið, C-víta­mínið, fá sér ólífu­lauf, góðar ol­í­ur, taka inn bólgu­eyðandi túr­merik og hafa engi­fer alltaf inn­an seil­ing­ar. Það er af­skap­lega gott að styrkja ónæmis­kerfið á meðan harðasti vet­ur­inn geng­ur yfir. Í ayru­veda-fræðunum er alltaf ráðlagt að passa upp á að mat­ur, víta­mín og bæti­efni séu líf­ræn og án auka­efna eða nastís. Þau valda ama (upp­söfn­un eit­ur­efna) í lík­am­an­um og geta sann­ar­lega verið ein af und­ir­rót­um þess að flens­an leggst harðar á suma en aðra. Best er að hafa agni eða melt­ing­ar­eld­inn skíðlog­andi, ama geti sann­ar­lega verið til ama.

Heim­ild­ir m.a.:

http://​www.mayocl­inic.org/

htt­ps://​kripalu.org/