CHATTRA HUGLEIÐSLUVÖRUR

30.07 2019

chattra, nýtt samstarfsfyrirtæki Systrasamlagsins, er framúrskarndi vandað hönnunar- og textílfyrirtæki sem framleiðir einstakar hugleiðslu- og jógavörur.
chattra sækir innblástur í arkitektúr og hönnun, liti, táknmyndir, munstur og andlega arfleið Indlands. Hönnunin er litrík og umhverfisvæn og einstaklega áhugaverð enda sómir hún sér jafnt á fallega hugsuðum heimilum eða fögrum jógasölum.

Stofnandi chattra, Ann, bjó og ferðaðist um Indland í mörg ár. Svo heilluð var hún af fagurri arfleið Indlands sem er allt í senn skrautleg, róandi, orkugefandi og litrík að hún ákvað að stofna chattra og fyrsta línan leit dagsins ljós 2014.

Þegar Ann flutti aftur til Bandaríkjanna lauk hún jafnframt jógakennararanámi til að dýpka enn skilning sinn á indverskum menningarheimi.

Í dag prýða vörurnar frá chattra falleg heimili, jógastöðvar og jafnvel einstaka hótel sem leggja upp úr fegurð og þægindum. chattra er líka vinsælt myndefni og hefur verið myndað fyrir mörg af vinsælustu tímaritum heims.

Meðal þess sem fæst frá chattra í Systrasamlaginu eru hugleiðslupúðar, zafa dýnur, restorative púðar og hálspúðar.

Þess má meðal annars geta að jóga bólsturinn (restorative) var valinn í hópi þeirra bestu af Yoga Journal og zafu dýnan hefur verið blessuð af Yogi Approved.

chattra er orð sem kemur úr Sanskrít og táknar vernd og virðingu. Myndbirting þess er regnhlíf. Í búddískum byggingum táknar chattra efstu stúpuna sem oftast stendur fyrir sjálfan Búdda. Hinn djúphygli og gáskafulli guð Ganesha ber oft chattra en ryður burtu hindrinum og er stundum kallaður guð upphafsins.