SYKURHREINSUN

01.11 2019

Sérfræðingarnir hjá Viridian hafa lagt mikið á sig til finna út úr því hvernig við getum losað okkur við eða minnkað sykurlöngun okkar til framtíðar. Eftir mikla rannsóknarvinnu varð niðurstaðan hárfín blanda króms, kanilsextrakts og alfa línólín sýru. Sú eðalblanda hefur m.a. slegið í gegn í Bretlandi. Og ástæðan? Jú, hún virkar. Og það á aðeins 7 dögum og jafnvel um alla framtíð.
Nú má bæði fá 7 daga og 30 daga sykurhreinsun í netverslun Systrasamlagsins.


Blönduna er hægt að taka inn án þess að breyta nokkru. Þannig dregur hún ekki bara úr sykurlöngun heldur einnig löngun í mat og jafnvel bætir geð líka. En vönduð vinnubrögð Virdian hafa leitt þau skrefi lengra og fengu þau Oliver McCabe heilsukokk til liðs við sig sem setti saman einfalt, snjallt og bragðgott sjö daga matarplan ef fólk vill ganga ennþá lengra. 

Hvert hylki inniheldur nákvæmlega: Króm í formi picolinate 500 mg, Ceylon kanilextrakt 200 mg (sem samsvarar 1600 mg af hreinum kanil) og 150 mg af afla línólín sýru. Blandan er vegan, vönduð og án allra aukaefna eða nastís.

Það er margsannað að króm er það steinefni sem temur blóðsykurinn og kemur honum í jafnvægi, kanill, eða sæti viðurinn, á sér langa sögu í matargerð en í dag renna bæði löng reynsla og vísindin stoðum undir það að kanill slær svo um munar á sykurlöngun. Þá hefur alfa-línólín sýra umtalsverð áhrif á  insúlínnæmi, auk þess sem hún er afar andoxunrrík.

Léleg blóðsykurstjórn og insúlínviðnám erum meðal algengustu vandamála Vesturlandabúa. Afleiðingarnar eru m.a. sykursýki 2, sem hrjáir 1 af hverjum 16 einstaklingum (sem hafa þegar verið greindir eða ekki) offita, of hátt kólesteról, háþrýstingur, húðvandamál og hormónavandamál.

Mataræði, hreyfing, lífsstílbreytingar og lyf eru venjulega það fyrsta sem gert er til að ná böndum yfir of mikið magn glúkósa. Það er þó ástæða til að hafa  raunverulegar áhyggjur vegna hliðarverkanna lyfja við þessu vandamáli. Í því ljósi er mikivægt að nefna að góð bætiefni, sem eru vandlega unnin og án aukaverkanna, geta gert gæfumuninn í að ná böndum yfir glúkósa og draga úr vandamálum sem þessu fylgir.

Konur í yfirvigt
Komið hefur í ljós að króm hefur áhrif á óslökkvandi löngun ekki bara í sykur heldur líka í mat. Það skýrist af því að það hefur áhrif á taugaboðefni sem hefur með matarlöngun og hugarástand að gera.
Rannsókn var gerð á konum í yfirvigt og með mikla löngun í kolvetni. Þær fengu 1000 mcg af króm picolinate í átta vikur. Í samaburði við lyfleysuhóp dró verulega úr almennri matarlöngun, hungri og líka löngun í fitu, auk þess sem þær léttust lítillega borið saman við lyfleysuhópinn. 10

Rannsókn á fólki með depurð
Önnur vísindarannsókn leiddi í ljós að króm dregur úr kolvetnalöngun fólks sem þjáist af depurð. Gerð var 8 vikna tilraun þar sem fram kom að inntaka á 600 mcg af krómi á dag minnkaði í senn skapsveiflur/ tilfinningasveiflur og matarlyst þeirra í samanburði við lyfleysuhóp.

Þá hefur líka komið fram í rannsóknum að þeir sem fá meiri skammt en minni af krómi nái betri árangri. 12.

Hormónójafnvægi
Það hefur  líka sýnt sig að bæði kanill og króm draga úr svokölluðu fjölbelgja eggjastokks heilkennum (PCOS) um leið og það kemur jafnvægi á blóðsykur. Hormónaójafnvægi, röskun á efnaskiptum og klínísk einkenni PCOS eru fyrst og fremst tengd insúlínviðnámi og lagast þegar blóðsykursjafnvægi er náð.
Hitt er að röskun á dópamín- og serótónín framleiðslu í líkamanum felur í sér allt í senn blöndu af sykursýki, depurð og óstjórnlegri löngun í mat, ekki sykursýki eina og sér. 17.  Í slíkum tilfellum hefur komið fram að 1000 mcg af krómi gefa meiri árangur en 200 mcg af krómi. 18

Í samaburðarrannsókn hefur líka verið sannað að kanillextrakt dregur hraðar úr glúkósa í blóði, slagþrýstingi og líkamsþyngd. Í sömu rannsókn kom fram að kanill minnkar líkamsfitu en þótt það væri ekki mikið var þó marktækur munur á milli hópa. 19

Þá hefur líka verið sýnt fram á að 1500 mg af kanil á dag, eins og er á finna í Virdian blöndunni, hefur góð áhrif á tíðarhring kvenna en inntaka á kanil ýtir undir magn prógesteróns. 24

Í 7 daga sykurheinsuninni frá Virdian, sem er eins og sjá má sérlega vönduð, er að finna 14 hylki. Best er að taka inn 1 x hylki tvisvar og dag og taka mataræðið með, ef vill. En það er þó alls ekki nauðsynlegt því þessa frábæra blanda skilar svo sannarlega árangri.

 

Heimildir:
1 Diabetes UK. Key statistics on diabetes; Diabetes in the UK, 2016.
2 Cordain L, Eades MR, Eades MD. Hyperinsulinemic diseases of civilization: more than just Syndrome X. Comp Biochem Physiol A Mol Integr Physiol. 2003 Sep;136(1):95-112.
3 Rao AD, Kuhadiya N, Reynolds K, Fonseca VA. Is the combination of sulfonylureas and metformin associated with an increased risk of cardiovascular disease or all-cause mortality?: a meta-analysis of observational studies. Diabetes Care. 2008 Aug;31(8):1672-8.
4 Lipscombe LL. Thiazolidinediones: do harms outweigh benefits? CMAJ. 2009 Jan 6;180(1):16-7.
5 Lee T, Dugoua JJ. Nutritional supplements and their effect on glucose control. Curr Diab Rep. 2011 Apr;11(2):142-8.
6 Anderson RA, Broadhurst CL, Polansky MM, Schmidt WF, Khan A, Flanagan VP,
Schoene NW, Graves DJ. Isolation and characterization of polyphenol type-A
polymers from cinnamon with insulin-like biological activity. J Agric Food Chem. 2004 Jan 14;52(1):65-70.
7 Anderson RA. Nutritional factors influencing the glucose/insulin system:
chromium. J Am Coll Nutr. 1997 Oct;16(5):404-10.
8 Rochette L, Ghibu S, Muresan A, Vergely C. Alpha-lipoic acid: molecular
mechanisms and therapeutic potential in diabetes. Can J Physiol Pharmacol. 2015 Dec;93(12):1021-7. 9 Attenburrow MJ, Odontiadis J, Murray BJ, Cowen PJ, Franklin M: Chromium treatment decreases the sensitivity
of 5-HT2A receptors. Psychopharmacology (Berl) 2002;159: 432–436.
10 Anton SD, Morrison CD, Cefalu WT, Martin CK, Coulon S, Geiselman P, Han H,
White CL, Williamson DA. Effects of chromium picolinate on food intake and
satiety. Diabetes Technol Ther. 2008 Oct;10(5):405-12.
11 Docherty JP, Sack DA, Roffman M, Finch M, Komorowski JR. A double-blind, placebo-controlled, exploratory trial of chromium picolinate in atypical depression: effect on carbohydrate craving. J Psychiatr Pract. 2005 Sep;11(5):302-14.
12 Brownley KA, Von Holle A, Hamer RM, La Via M, Bulik CM. A double-blind,
randomized pilot trial of chromium picolinate for binge eating disorder: results of the Binge Eating and Chromium (BEACh) study. J Psychosom Res. 2013 Jul;75(1):36-42.
13 Akilen R, Tsiami A, Devendra D, Robinson N. Cinnamon in glycaemic control: Systematic review and meta analysis. Clin Nutr. 2012 Oct;31(5):609-15.
14 Broadhurst CL, Domenico P. Clinical studies on chromium picolinate
supplementation in diabetes mellitus--a review. Diabetes Technol Ther. 2006
Dec;8(6):677-87.
15 Hua Y, Clark S, Ren J, Sreejayan N. Molecular mechanisms of chromium in alleviating insulin resistance. J Nutr Biochem. 2012 Apr;23(4):313-9.
16 Wang ZQ, Cefalu WT. Current concepts about chromium supplementation in type 2 diabetes and insulin resistance. Curr Diab Rep. 2010 Apr;10(2):145-51. doi: 10.1007/s11892-010-0097-3.
17 Brownley KA, Boettiger CA, Young L, Cefalu WT. Dietary chromium supplementation for targeted treatment of diabetes patients with comorbid depression and binge eating. Med Hypotheses. 2015 Jul;85(1):45-8.
18 Anderson RA, Cheng N, Bryden NA, Polansky MM, Cheng N, Chi J, Feng J. Elevated intakes of supplemental chromium improve glucose and insulin variables in individuals with type 2 diabetes. Diabetes. 1997 Nov;46(11):1786-91.
19 Ziegenfuss TN, Hofheins JE, Mendel RW, Landis J, Anderson RA. Effects of a water-soluble cinnamon extract on body composition and features of the metabolic syndrome in pre-diabetic men and women. J Int Soc Sports Nutr. 2006 Dec 28;3:45-53.
20 Jamilian M, Asemi Z. Chromium Supplementation and the Effects on Metabolic
Status in Women with Polycystic Ovary Syndrome: A Randomized, Double-Blind, Placebo-Controlled Trial. Ann Nutr Metab. 2015;67(1):42-8.