ILMVATN SEM GEFUR

01.12 2019

Ilmvatn á sannarlega að vera gefandi í öllum skilningi, þótt því fari víðsfjarri í mörgum tilfellum. Nú má í fyrsta sinn hér á landi og í Systrasamlaginu EKTA ilmvatn unnið samkvæmt strangri franskri ilmvatnshefð með lífrænum innihaldsefnum, ilmvötn sem eru líka án eiturs og aukefna. Þau hafa nú þegar slegið í gegn í Systrasamlaginu. Þessi snjalla ilmvatnshönnun byggir á blómadropafræðum hins þekkta breska læknis Dr. Edward Bach, hvers hugmyndafræði snéri að því að fanga aðeins það dýpsta og fegursta úr hverri jurt, í þeim tilgangi að hafa jákvæð áhrif á líf okkar og líðan.

Dr. Bach þróaði 38 tegundir af blómakrafti í þeim tilgangi að fyrirbyggja sjúkdóma sem rekja má til tilfinningalegs álags og langvarandi spennuástands. Eru droparnir notaðir í sinni tærustu mynd í frönsku Dr. Bach ilmvötnin í bland við hreina og gefandi ilmi.

8 TEGUNDIR fást að jafnaði í Systrasamlaginu:

Nokkrar tegundir af þessum vönduðu ilmvötnum má nú fá í Systrasamlaginu. Þetta eru ilmvötn sem ýmist færa orku, hugrekki, ró, bæta svefn, hressa, auka skerpu, sjálfstraust eða samkennd, svo fátt eitt sé nefnt. 

Ekta ilmvötnin eru Eau de Parfume n°1 –Présence og Eau de Pafrume n°2 Vivacité, DÉLICE(S) OG VOLUPTÉ(S).

STYRKUR og JAFNVÆGI
Hið fyrra eða Eau de Parfume ilmvatn n°1 Présencem gefur styrk, jafnvægi og innri frið. Í efsta lagi þess er m.a. vervein og bergsóley, í miðjunni rós og geitatoppur og í neðsta laginu eik og villieplatré, allt þekktar jurtir úr blómadropafræðunum. T.d. er gaman að geta þess að vervain er oft gefið þeim sem eru of stjórnsamir og kvíðnir eða börnum sem eiga erfitt með að slaka á.

ORKUGEFANDI og ENDURNÆRIR:
Í ilmvatni n°2, Vivacité, sem óvænt höfðar bæði til kvenna og karla, er hins vegar meira um við og krydd. Það er mjög orkugefandi og endurnærandi og í því má líka eygja von. Í efsta lagi þess er þyrnirunni og kornblóm, í miðjunni agnbeyki og hvít kastanía og í því neðsta lerki og mustarður, sem allt þjónar sterkum tilgangi.

2 NÝJAR ERU:

Délice(s) mandarína & viður. Færir gleði og léttleika.
Í efsta lagi Délice(s) eru moskusilmur (musk), bergamot, mandarína, sítróna og kóríander.
Í miðjunni (hjartanu)eru appelsínublóm, fresía, te og jasmína.
Í neðsta lagi eru sandalviður, moskusilmur, amber, sedrusviður og eikarmosi.

Volupté(s) börkur & fjólur. Gefur sjálfsöryggi og dregur athygli annarra að þér.
Í efsta lagi Volupté(s) eru greipaldin, bergamot, rós og sítróna.
Í miðjunni (hjartanu) eru lofnarblóm (lavender), leður, fjólur og nerolí.
Í neðsta laginu eru mosi, amber, moskusilmur (musk) og patchouli

Einnig eru nokkrar tegundir Eaux de Toilette undir merkjum Dr. Bach sem eru lífrænt vottaðir af Ecocert. Þeir eru:

Allégresse, sem nærir lífsþorstann og er hannað til að endurnýja orkuna

Harmonie sem færir ró og jafnvel notalega tilfinningu. (UPPSELT hjá framleiðanda).

Audace, sem eflir sjálfstraustið.

Það er bara spurning eftir hverju fólk sækist sérstaklega. Hitt þó líka vitað að nefið, þetta magnaða skilningavit, lýgur sjaldan. Það er því kannski óþarfi að kynna sér nákvæmlega hvað hver ilmur gefur heldur láta nefið ráða för. Það kemur oftast heim og saman við hvað fólk er að fást og sækist eftir hverju sinni.

Hrein og góð ilmvötn með heilandi blómadropum eru góð tíðindi í ljósi þess að upphaflega voru ilmvötn og allskyns ilmblöndur hannaðar með það í huga að vera gefandi ekki spilla. Það sem síðar gerðist er að allskyns kemískum efnum var blandað saman við ilmvötnin og margir stóðu eftir með óþol og jafvel bráðaofnæmi. Það er sem dæmi sorgleg staðreynd að í dag geta ilmvötn innihaldið allt 250 kemísk efni, sem sum eru talin krabbameinsvaldandi á meðan kannski önnur eru skaðlausari.

Þótt menn, en þó einkum konur, noti kannski lítið magn daglega (í bland við allar hinar snyrtivörurnar) getur notkun þess 360 daga ársins sannarlega haft heilsuspillandi áhrif. Eða á sama hátt verið gefandi, kjósi fólk vönduð ilmvötn með heilnæmum jurtum og losi sig um leið við auka- og eiturefni.

Sjá nánar Dr. Bach - dásamlega gefandi ilmvötnin í Systrasamlaginu.