BLÁR MATCHA VIÐ BLÚS

01.02 2020

Blár matcha byggir tilvist sína á blómi sem kallast Butterfly Pea Flower og á sér langan sögu.


Blár matcha, sem hefur verið mjög vinsæll í Systrasamlaginu í næstum tvö ár, byggir tilvist sína á blómi sem kallast Butterfly Pea Flower og á sér langa sögu sem austræn lækningajurt. 

Í indverskum alþýðulækningum (ayurveda) nefnist jurtin Clitoria terntea sem segir okkur m.a.að þótt blár matcha sé mjög vinsæll í dag hefur blátt te lengi verið drukkið víða.

Þetta einstaka bláa blóm býr yfir mörgum frábærum kostum en sagt er að það að það skerpi minni, dragi úr streitu og minnki depurð. Það er því ekki að ósekju sagt best við blús.

 Blár matcha drykkur úr góðri lífrænni uppsprettu er líka sagður gott meðal við
síþreytu. Það kemur til að því að í blóminu eru efni sem draga úr verkjum. 

Þar sem bláa fiðrildablómið er ríkt af bíóflavínóuðum (auðvitað, það er blátt) þá 
eykur það hárvöxt og þykkir hárið og er jafnvel sagt minnka gráu hárin. 

Það færir okkur að húðinni, því góð næring sem þessi hefur ekki síður góð áhrif á húð en hár. Það er nefnilega svo Butterfly pea blómið örvar kollaegn í húðinni og eykur teygjanleika sem dregur úr öldrun.

Ekki verra að jurtin minnkar óþol, verki og blús sem geta stafað af tíðarhvörfum.

Hitt er svo ekki síður skemmtilegt að blár matcha er mjög bragðgóður drykkur sem er borin fram heitur með flóaðri jurtamjólk.