BETA GLÚKAN GETUR DREGIÐ ÚR SÝKINGU Í EFRI ÖNDUNARVEGI

14.03 2020

Beta glúkan er sannkallað orkuver þegar kemur að því berjast við vírusa og hressa upp á ónæmiskerfið, sérstaklega af völdum likamlegs og andlegs álags. Dagleg notkun Beta glúkans getur dregið úr hættu á sýkingu í efri öndunarvegi. Í Beta glúkani eru virk efni sem finnast m.a. sveppum og korni eins og byggi og höfrum.

Beta glúkan vinnur með stóru átfrumunum (sem gleypa gerla og aðskotaefni og virkja ónæmiskerfið). 1,3-1,6 Beta glúkan myndar þyrpingu í kringum viðtaka á ónæmsfrumum (þ.e. macrophages og neutrophils) og virkja þær til varna. Þetta er í raun bráðsniðugt ferli því ónæmisfrumurnar virkjast ekki nema þegar þær komast í tengsl við örverur. Það þýðir að flókið ónæmiskerfið virkjast ekki nema í þessum tengslum sem er betra fyrir þá sem eru t.d. með sjálfsofnæmissjúkdóma.

Nokkrar rannsóknir vísa til að dagleg inntaka á 1,3-1,6 Beta glúkani getur dregið úr sýkingum í efri öndunarfræum (URTis) sem gjarnan er af völdum vírusa. Í hópi kvenna sem voru undir álagi skilaði 350 gr 1,6 Beta glúkani á dag 10% vs 29% meiri bata í efri öndunarvegi á 12 vikum og líka almennt betri heilsu, vellíðan, betra geði og meiri orku í sambanburði við hóp sem tók inn lyfleysu.1

Önnur rannsókn sem gerð var á konum og karlmönnum undir álagi og stóð í 4 vikur sýndi að inntaka á 250 mg af 1,3-1,6 Beta glúkani sýndi minni sýkingu í efri öndunarvegi, betri almenna heilsu, meiri lífsorku, minni spennu og þreytu.2

Dagleg inntaka á 1,3-1,6 Beta glúkani getur líka dregið úr sýkingum hjá fólki sem er undir líkamlegu álagi vegna mikilla æfinga. Samanborið við þá sem fengu lyfleysu dró verulega úr kvefi og flensu, eða um 37% hjá þeim sem tóku inn 250 mg af 1,3-1,6 Beta glúkani eftir að hafa tekið þátt í maraþoni.3

Þess má geta að Beta glúkan sem finnst í höfrum er vatnsleysanlegt og í raun svo magnaðar trefjar að þær stjórna því hvernig kolvetnunum er skammtað út í blóðið. Beta glúkan trefjarnar hægja í raun á skömmtunarferlinu og færa líkamanum jafna og góða orku yfir lengri tíma. Eiginlega bestu orku sem hugsagst getur, að magra mati.

Beta gúkan er þess vegna frábær leið til að hressa upp á ónæmiskerfið og getur virkjað líkamann til að vinna betur gegn örverum.

Sjá Beta glúkan frá Virdian.


Heimildir:
1 Talbott SM, Talbott JA. Baker's yeast beta-glucan supplement reduces upper respiratory symptoms and improves mood state in stressed women. J Am Coll Nutr. 2012 Aug;31(4):295-300.

2 Talbott S, Talbott J: Beta 1,3/1,6 glucan decreases upper respiratory tract infection symptoms and improves psychological well-being in moderate to highly stressed subjects. Agro Food Ind Hi Tech 21:21–24, 2010.

3 McFarlin BK, Carpenter KC, Davidson T, McFarlin MA. Baker's yeast beta glucan supplementation increases salivary IgA and decreases cold/flu symptomatic days after intense exercise. J Diet Suppl. 2013 Sep;10(3):171-83.