KRISTALLINN & VATNIÐ

03.05 2020

Þeir sem hafa áhuga á fíngerðari blæbrigðum lífsins vita auðvitað að gimsteinar náttúrunnar, eða kristallar, búa yfir einstökum eiginleikum til draga í sig og miðla orku. Jafnvel vísindamenn hafa sýnt fram á að hægt sé breyta formgerð vatns með heilandi kristöllum (já, og af hverju ganga sum úr?).

Þetta vissu Grikkir til forna og nýttu sér óspart. Nú er þessi forna viska aftur flotin upp á yfirborðið og enginn hefur stúderað vatn betur en Dr. Masarau Emoto sem skrifaði metsölubókina The Hidden Messages in Water sem lengi vermdi topplista New York Times. Hann breytti sýn heimsins á vatn.

Þeir sem hafa unnið hvað fallegast úr hugmyndinni um vatn og kristal er þýsk/austuríska fyrirtækið VitaJuwel sem hafa gert það í samvinnu við glerlistamenn í þýsku ölpunum og vísindamenn. Útkoman er sannur demantur eða ný útgáfa af vatnsflösku sem er bæði gaman og gott að drekka úr. Vatnsflöskurnar í Systrasamlaginu, sem eru vitanlega gullfallegar, eru úr hágæða Bohemian gleri sem er blýlaust og hlaðnar jákvæðum kristöllum sem hefur verið sýnt fram á að geti breytt kranavatni í tært lindarvatn. Líkt og við séum á fjöllum að drekka beint úr tærum læk. En hvað sem því líður eru kristals vantsflöskurnar okkar frábær drykkjaílát og falleg hönnun.

Vatnsflöskurnar innihalda mismunandi kristalla og líka blöndu kristalla. T.d. er ein með rósakvarsi, sem styrkir hjartastöð, önnur færir jafnvægi, enn önnur ýtir undir almenna velgegni og svo er líka hægt að fá blöndu af mörgum góðum kristöllum sem hafa allskonar áhugaverð áhrif.
Mæld hafa verið áhrif kristalla á vatn með mögnuðum árangri.

Stórkostleg fergurð sem þú sérð betur betur hér:

https://systrasamlagid.is/products/floskur-bollar