NÆRING VEGANA Á MISMUNANDI ALDRI

22.06 2020

Flestir eru sammála um að það að gerast alveg vegan eða vegani um tíma sé frábær reynsla. En það er líka gott að kunna skil á því hvernig það er að vera vegan á mismunandi aldurskeiðum og hvers þarf að gæta? Í dag skilgreina 600 þúsund manns sig sem vegan á Bretlandi og fer sá hópur stækkandi. Vegan hópurinn á Íslandi fer líka ört stækkandi, en líka sá hópur sem kýs að prófa og taka veganúar alla leið. Þessar staðreyndir hafa orðið til þess að breskir næringarfræðingar eru farnir að horfa betur í hvaða næringu og vítamín hver aldurhópur þarf að gæta sérstaklega að.

Hvað þurfa veganar að hafa í huga? Jenny Carson, master í næringarfræðum og sérfræðingur hjá Virdian í Bretlandi svarar því hvað hver aldurshópur þarf að skoða sérstaklega til tryggja að þau fái nóg af næringu.

18 til 30 ára

Lífstíll ungs fólks hefur áhrif á það hvernig við eldumst. Sérstaklega þarf að hafa öll grunn næringarefnin í huga og vera meðvitaður um beinheilsu. Einnig að líkaminn (lifrin) hreinsi sig og starfi eðlileaga svo að hormónar og skap haldi jafnvægi. “Fólk á aldrinum 18-30 þarf að passa að brenna kertið ekki í báða enda. Þó að við þurfum að næra okkur vel á öllum aldri er það sérstaklega mikilvægt frá 18 til 30 ára,” segir Jenny. “Þarna á öll B-vítamín fjölskyldan, D-vítamín og K-vítamín að vera í hávegum. Samvirkni þess grunns og góð nærandi fæða stuðla að því að við stöndum á sterkum beinum í framtíðinni.
Einkenni skorts á B12 er þreyta og orkuleysi. B12 gegnir lykilhlutverki í myndun rauðra blóðkorna sem færir súrefni til frumnanna og framleiðir orku. B12 er nauðsynlegt til að fylla tómarúmið sem kann að myndast þegar þú gerist vegan.

30 til 45 ára

“Hér þarf að huga að því að verðra og vera foreldri og að fyrstu einkennum breytingaskeiðsins”, upplýsir Jenny og bætir við. “Á þessu aldursbili er mikilvægt að finna jafnvægi milli svefns, slökunar og orku. Hér kemur magnesíum sterkt inn en líka allt það sem er nauðsynlegt yngri hópnum sem eru öll B-vítamínin, D-vítamín, K-vítamín og góð næringarrík fæða. Þá er líka mikilvægt að huga að meltingunni; að við meltum matinn vel og að næringin nýtist til fulls. Taktu þér tíma í að undirbúa og hugsa um matinn sem þú lætur ofan í þig og borðaðu reglulega. Það hjálpar. Á bilinu 30 til 45 ára fer oft að bera á því ef fólk nýtir næringuna ekki nógu vel.”
Það hefur áhrif á hvernig við eldumst. Því er góður stuðningur við meltinguna líka mikilvægur.

45 og upp úr

Eftir 45 ára fer fólk að fagna frelsi, ef heilsan er góð. “ Þá er mikilvægt að taka inn nóg af lífsnauðsylegum Omega 3 fitusýrum, sérstaklega í formi Eicosapentaenoic sýru (|EPA) og Docosahexaenoic sýru (DHA) plús kólín. Þessi næringarefni eru nauðsynleg fyrir heilann, heilbrigðar frumur og liði. D-vítamímið getur skipt miklu máli á þessum áldri (fyrir beinheilsu), ónæmiskerfi, kalk í blóði og upptöku annarrar næringar. Á norðlægum slóðum er mælt með í það minnsta 400iu af D-vítamíni í dag yfir vetrarmánuðina.”

Jenny Carson mælir alltaf með inntöku á góðu fjölvítamíni hjá þeim sem eru vegan, til að tryggja öll næringarefni og að ekkert sé skilið útundan. Það sé öruggast til að tikka í öll boxin. Umfram allt þurfi þó vítamínin að vera hrein og góð, án allra fylli- og litarefna og án allra aukaefna eða nastís en líka sykurlaus (sem ekki er sjálfgefið) til að þau nýtist vegönum sem öðrum afar vel.