TÚRMEIK LATTÉ SYSTRASAMLAGSINS

15.10 2020

Flest vit­um við að túr­merik er stór­kost­leg lækn­inga­jurt og krydd­ar lífið svo um mun­ar. Vís­ind­in hafa líka uppp­lýst okk­ur um það að það nýt­ist okk­ur best þegar við mat­reiðum það og drekk­um, alts­vo með svört­um pip­ar (jafn­vel löng­um), góðum ol­í­um ofl. Mjög marg­ar rann­sókn­ir styðja að túr­merik get­ur fyr­ir­byggt allt frá kvefi til margra teg­unda ill­víg­ari sjúk­dóma,“ seg­ir önnur systirin í pistli á Smartlandi: 

Þá hef­ur túr­merik verið mikið í umræðunni í tengsl­um við alzheimer sjúk­dóm­inn sem stund­um hafa verið nefnd­ur syk­ur­sýki 3. Far­alds­fræðileg­ar rann­sókn­ir hafa al­mennt staðfest minna gengi alzheimer þar sem túr­merik er mikið notað í mat­ar­gerð. Þá kom fram í þætti Michael Mosley (Trust me, I am a Doctor) sem sýnd­ur var fyrr á ár­inu að túr­merik virk­ar ákaf­lega vel ef það er notað í mat.

Túr­merik er líkt og engi­fer notað vegna rót­anna en er líka sömu ætt­ar. Á meðan engi­fer er út­vít­kk­andi er túr­merik sama­drag­andi og mjög bólgu­eyðandi.

Þegar þú fjár­fest­ir í góðu túr­meriki er allra allra mik­il­væg­ast að það sé líf­rænt vottað af sterk­um vott­un­araðila. Ef það er ekki með vott­um kann að vera að það sé erfðabreytt af­brigði og jafn­vel geislað. Þá er það ekki eins gagn­legt, jafn­vel þvert á móti. Góð gæði er eina lög­málið sem gild­ir um túr­merik og komdu því helst dag­lega inn í mataræði þitt.

Kost­ir frá­bærs túr­meriks 

Túr­merik er allt í sennt heitt, létt, þurrt, beiskt og sam­an­drag­andi og því ein af fáum jurt­um sem tikk­ar í næst­um öll­um bragðbox­in. Túr­merik er í raun bólgu­eyðandi blóðel­exír vegna þess að það örv­ar blóðflæðið. Það þynn­ir blóðið og hreins­ar það. Túr­merik dreg­ur líka úr lofti í melt­ingu, ýtir und­ir egg­los hjá kon­um, er mjög gott fyr­ir húðina, bakt­eríu­drep­andi, sveppa­drep­andi og gerla­drep­andi. Það flýt­ir fyr­ir því að sár grói og er verkj­astill­andi. Einnig hef­ur komið fram að túr­merik hjálp­ar þeim að ná bata sem hafa þurft að gang­ast und­ir lyfjameðferðir vegna krabba­meina. Rann­sókn­ir sýna jafn­framt að túr­merik get­ur létt þeim lífið sem þjást af sóras­is og liðagigt

Túr­merik latte Systra­sam­lags­ins

Vit­andi um um allt það magnaða sem túr­merik hef­ur fram að færa hönnuðum við syst­ur í Systra­sam­lag­inu okk­ar eig­in túr­merik-latté árið 2015. Drykk sem hef­ur æ síðan notað mik­illa vin­sælda. Hann inni­held­ur enda allt það besta sem góður gull­inn latte þarf að inni­halda, sem er um­fram allt gnótt af frá­bæru líf­rænt vottuðu túr­merki. En til að gera hann spenn­andi og bragðgóðan inni­held­ur hann líka kar­dimomm­ur, vanillu, cacaó og svart­an lang­an pip­ar sem er í raun sá svarti pip­ar sem oft­ast er notaður sem lækn­inga­jurt í ind­versku fræðunum. Túr­merik-latté er dá­sam­leg­ur drykk­ur síðla dags og eða kvöld­in þegar nartþörf­in herj­ar á. Upp­runa­lega er hann gerður með kúamjólk. Við kjós­um hins veg­ar góða jurtamjólk á borð við möndlurís eða góða kó­kos­mjólk og bæt­um gjarn­an við kó­kosol­íu eða kakós­mjöri til að gera hann mjúk­an. 

Sjá nán­ar túr­merik-látte Systra­sam­lags­ins.

En notaðu túr­merik í miklu meira. Við kvefi er til dæm­is magnað að blanda sam­an 1 hluta túr­meriks við 3 hluta hun­angs. Ef kvefið er á leiðinni, fáðu þér te­skeið af þess­arri mixt­úru á 2ja til 3ja tíma fresti. Það hress­ir ónæmis­kerfið og minnk­ar bólg­ur.

Túr­merik í súp­ur: Bættu við mat­skeið í græn­met­isúp­una þína og kannski slatta af Óreg­anó einnig. Það gæti losað þig við sýk­ing­ar og vírusa í lík­am­an­um.

Egg­in: Sáldraðu túr­meriki yfir hrærðu egg­in. Bragðið er milt og eggið hvort eða er gult, svo börn eiga auðvelt með að borða þau.

Kajsúhentu /ban­ana/ túr­merik möff­ins. Upp­skrift:

1 bolli hakkaðar kasjúhnet­ur
3 þroskaðir ban­an­ar
¼ bolti bráðin kó­kosol­ía
1 tsk mat­ar­sódi
1 tsk af hverju þessarra krydda: túr­merik, kanill, múskat, kar­dimomm­ur, neg­ull og salt.

Blandið sam­an þur­refn­um og blautefn­um í sitt­hvora skál­in. Blandið því blauta smám sam­an við þur­refn­in og setjið svo í möff­ins form. Bakið í um það bil 25 mín­út­ur. Al­gjör bragðveisla.

Túr­merik te: Leysið 2 tsk af túr­merik­dufti upp í 2 boll­um af heitu vatni. Bætið við1 tsk af góðu hun­angi og safa úr 1/​4 af sítr­ónu. Sáldrið svör­um pip­ar yfir.

Saltið þitt: Blandaðu sam­an túr­merik, kórí­and­er og kúm­ini í salt­bauk­inn þinn. Þannig nærðu góðum lækn­inga­jurt­um með salt­inu á hverj­um degi.

Túr­merik í dög­urðinn: Blandaðu túr­merki, kanil, múskati, neg­ul og kar­dimomm­um í pönnu­kök­urn­ar. Þær verða ennþá betri.  

Kasjúhnetu­kúl­ur. Upp­skrift:

1 bolli kasjúhnet­ur
1/​2 bolli mjúk­ar döðlur án steina
ör­lítið salt
1 tsk af hverju þessa; vanillu, túr­meriki, kanil og engi­feri.

Blandið öllu sam­an í mat­vinnslu­vél þar til bland­an er orðin mjúk. Ef hún er of stíf má bæta við smá af vatni. Mótið litl­ar kúl­ur og veltið upp úr kó­kos­mjöli. Eigðu í ískápn­um til að narta í.

Þinn dag­legi þeyt­ing­ur: Bættu 1 tsk á túr­meriki út í þeyt­ing­inn. Það er mjög áhrifa­ríkt og breyt­ir ekki bragðinu, nema bara til góðs.

Heim­ild­ir:

Hér er t.d. merk grein um túr­merik eft­ir dr Sig­mund Guðbjarna­son pró­fess­or emer­it­us frá 2019 htt­ps://​heilsu­hring­ur­inn.is/​2019/​01/​01/​for­varn­ir-med-hjalp-fjol­virkra-natt­uru­efna/

Til­raun úr Trust Me, I am a Doctor: htt­ps://​www.bbc.co.uk/​programmes/​artic­les/​PST­G­KKt3HR08t­mK69w7J1b/​does-tur­meric-really-help-protect-us-from-cancer