Select Page

UPPSELT. HREINSUN, ENDURNÝJUN & UPPBYGGING AÐ HÆTTI. AYURVEDA með Heiðu Björk og systrum. LOKIÐ

Hreinsun, endurnýjun og uppbygging að hætti Ayurveda er námskeið með Heiðu Björk Sturludóttur næringarþerapista sem stúderar í Ayurvedaráðgjöf við Kerala Ayurveda Academy og Systrasamlaginu. Námskeiðið verður einstaklega áhugavert 2021 enda farið dýpra í Ayurvedafræðin en nokkru sinni og fylgt þeirra meginreglum um hreinsun, endurnýjun og uppbyggingu. Fylgt er mjög skýru, aðgengilegu og notalegu plani frá degi til dags.  

Ayurveda hreinsinámskeiðið er hressandi leið til að hefja alveg nýtt tímabil og alveg einstaklega orkugefandi enda má segja að þessi fornu fræði búi yfir bestu hreinsunarþekkingu sem völ er á.

19.800 kr.

VÖRULÝSING

UPPSELT ER Á NÁMSKEIÐIÐ!

Námskeiðið fer fram tvö síðdegi með töfrum tækninnar, eða fjarfundabúnaði zoom mánudaganna 15. mars og 22. mars, 17-20, eða ákkúrat þegar flestir eru að fasta í veröldinni, og ekki af ástæðulausu. Takmörkuð pláss í boði.

Á námskeiðinu verður farið vel yfir hvernig best er að hefja 9 daga hreinsun, sem byggir á því að borða áveðinn mat og taka inn viss bætiefni sem styðja við hreinsun líkama og anda. Fjallað er um hvaða fæða gerir meltingarfærum og hreinsunarkerfi líkamans erfitt fyrir og hvaða leiðir er hægt að fara til að styrkja þau.

Fylgt er mjög skýru, aðgengilegu og notalegu plani frá degi til dags.

Heiða notast við þekkingrunn Ayurvedafræðanna sem leggja áherslu á að koma jafnvægi á hugar/líkamsgerðirnar þrjár, vata, pitta og kapha. Það verður skoðað með tilliti til þess að losa líkamann jafnt og þétt við “ama,” sem eru óæskileg úrgangsefni og eiturefni. Við mælum með níu daga hreinsun sem skilar góðum árangri, minni sykurlöngun, fallegri húð, góðri orku, betri svefni, endurnýjun og uppbyggingu.

Ayurveda hreinsinámskeiðið er hressandi leið til að hefja nýtt tímabil og alveg einstaklega orkugefandi enda má segja að þessi fornu fræði búi yfir bestu hreinsunarþekkingu sem völ er á.
Það þarf þó að huga að fleiru en eingöngu líkamanum þegar gerð er heildræn Ayurveda hreingerning. Hugann þarf að taka með og losa um staðnaðar og letjandi hugmyndir og tilfinningar sem geta staðið andlegri heilsu fyrir þrifum.

Á námskeiðinu verða bæði kenndar öndunaræfingar sem styðja við hreinsun líkamans og meltingu næringarefna. Námskeiðinu lýkur svo með 40 mínútna jóga nidra sem Heiða Björk leiðir.

Þar sem ekki verður unnt að bjóða upp á hreinsandi og bragðgóðar veitingar á námskeiðinu að þessu sinni verða 20 skammtar af hinum margrómaða túrmerik latte Systrasamlagsins innifaldir í verði námskeiðs sem þið getið nálgast í Systrasamlaginu og gert heima.

Jafnframt munu systur veita upplýsingar og vera til skrafs og ráðagerða flesta daga í Systrasamlaginu. Þær munu hafa tiltæk öll bætiefni og drykki sem styðja við hreinsun líkama, lifrar og anda. Hér er því um að ræða einstaka nálgun og afar áhugaverðar stundir sem við hvetjum sem flesta til að fara djúpt inn í með Heiðu og systrum.

Innifalið í námskeiði:

  • 20 skammtar af túrmeriklatte Systrasamlagsins.

  • 20% afsláttur af vítamínum og bætiefnum fyrir þátttakendur á meðan á námskeiðinu stendur.

  • Góð gögn og uppskriftir fylgja.

  • 2ja vikna eftirfylgni í lokuðum facebookhóp.

Verð: 19.800 kr.

20% afsláttur ef tveir eða fleiri úr sömu fjölskyldu vilja koma á námskeiðið.
(Sendið okkur póst á systrasamlagid@systrasamlagid.is og við sendum ykkur afsláttarkóðann).

Við sendum ykkur zoom linkinn þegar nær dregur.

Þátttakendum stendur til boða að koma í greiningu á Prakriti (hugar- og líkamsgerð) og/eða greiningu á Vikriti (ójafnvægi) með VedaPulse greininum hjá Heiðu Björk á helmingsafslætti í mars. Annað hvort á skrifstofu hennar í Síðumúla eða í gegnum fjarfundabúnað Zoom.

Hvað er Ayurveda, hér eru nokkrar gagnlegar greinar:

HVAÐA LÍKAMS/HUGARGERÐ ERT ÞÚ? TAKTU PRÓFIÐ.

BRÖGÐIN 6 Í AYURVEDA

MÖGNUÐ MORGUNRÚTÍNA & KYRRLÁT KVÖLDRÚTÍNA Í ANDA AYURVEDA

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á