Select Page

Pistill

AF HVERJU VIRIDIAN?

Greinar | VÖRUMERKI

Eftir miklar vangaveltur ákváðum við systur að veðja á Viridian vítamín- og bætiefnalínuna. Það kemur aðallega til að því hversu vel sú lína er hugsuð og vönduð. Og líka vegna þess að flest þau efni sem hún inniheldur, eru ræktuð og unnið í landinu þar sem hún er framleidd, þ.e. í Bretlandi. Viridian er að miklu leyti úr vottuðu lífrænum jurtum, inniheldur engin fylliefni og ekkert „nastí“. Þess vegna nýtist innihald þeirra 100%.

Virdian er margverðlaunað fyrirtæki fyrir einstök gæði og hugmyndaauðgi og hefur hvað eftir annað hlotið fyrstu verðlaun; Natural & Organic Award, á virtustu heilsusýningu heims, fyrir bestu vítamín-, bætiefni, jurtir og drykkjarblöndunar í Evrópu.

Það er ágætt fyrir okkur mörg að vita að 50% af þeim töflum/vítamínum sem eru á markaðnum í dag innihalda aukaefni, lím eða bindiefni sem halda töflunum / hylkjum saman. Fyrir magra er þetta býsna leiðinleg staðreynd en aðra, sem eru viðkvæmir fyrir þessum efnum, er þetta því miður raunverulegt vandamál. Virdian vítamínin og bætiefnin eru aðeins framleidd í hylkjum sem búin eru til úr aðalbláberjum, spirulina og alfaafla. En með því að að forðast að nota öll óhrein aukaefni (nasties) hefur Viridian tekist að sýna fram á að það er mögulegt að framleiða og búa til vítamín sem hæfa flestum.

Svo er hitt ekki síður mikilvægt en það er að Viridian, sem er farsælt fjölskyldufyrirtæki, leggur ríka áherslu á að láta gott af sér leiða, svo með því að kaupa Viridian eruð þið líka að leggja öðrum lið, því fyrirtækið gefur talsverða fjármuni til góðgerðarmála.

En fyrsta spurningin er; af hverju vítamín og bætiefni?

Af langri reynslu er innlegg okkar systra þetta: Ef fólk gætir þess að borða ávallt fullkomlega samsetta fæðu, og lífræna að auki og ef það sleppir hvítu klórþvegnu hveiti og samskonar sykri, drekkur ekki gosdrykkri, fær næga holla fitu, lifir streitulausu lífi, notar ekki lyf, er með meltinguna í lagi, hreyfir sig reglulega, hvílist vel og er hvorki með ofnæmi né óþol og svo framvegis, þá þarf fólk líklega ekki á vítamínum eða bætiefnum að halda. En þannig er það því miður hjá fæstum. Auðvitað má fólk heldur ekki að missa sig í vítamín- og bætiefninntöku. Þar þarf að vanda valið. Það er því mikilvægt að fræðast og leita á náðir þeirra sem þekkinguna hafa og bjóða aðeins upp á það besta.

Þá er frábært að segja frá því að Virdian fékk nýlega vottun sem fyrsta fyrirtækið í heiminum sem ekki notast við pálmaolíu. 

PS: Viridian línan spannar allt vítamín- , jurta- og bætiefnalitrófið og er jafnt þekkt fyrir vönduð vítamín, lækningajurtir, olíur, tinktúrur og síðast en ekki síst frábærar vítamín-, bætiefna- og olíublöndur.

VIRIDIAN VÍTAMÍN OG BÆTIEFNI Í NETSÖLU. SMELLIÐ Á LINKINN.