Select Page

Einstaklingsmiðuð 10 daga Ayurvedahreinsun. Jurtir sniðnar að hverjum og einum innifaldar. Hefst 8 september

Einstök einstaklingsmiðuð 10 daga Ayurvedahreinsun.
Jurtir sniðnar að hverjum og einum innifaldar

Kennari: Heiða Björk Sturludóttir
Hvenær: 8. september, fimmtudagur 17:30 til 21. (hægt að hlusta á í gegnum zoom fyrir þau sem búa úti á landi).
Hvar: Systrasamlagið
ATH þetta er eina ayurvedahreinsunin með Heiðu þetta haust.

Einstaklingsmiðuð 10 daga Ayurvedahreinsun er námskeið með Heiðu Björk Sturludóttur næringarþerapista sem er útskrifuð í Ayurvedaráðgjöf frá Kerala Ayurveda Academy og Systrasamlaginu. Heiða stundar nú framhaldsnám í Ayurveda við sama skóla. Námskeiðið verður einstaklega áhugavert haustið 2022 enda farið dýpra í Ayurvedafræðin en nokkru sinni og hreinsunin aðlöguð að þörfum hvers og eins. Fylgt er mjög skýru, aðgengilegu, notalegu og persónulegu plani frá degi til dags. En áður en lagt er af stað mun Heiða eiga samtal við hvern þátttakanda, því mismunandi ástand líkama og hugar hjá hverjum og einum krefst mismundi jurta sem notaðar eru við hreinsunina.

Ayurveda hreinsunin er hressandi leið til að hefja nýtt tímabil og alveg
einstaklega orkugefandi enda má segja að þessi fornu fræði búi yfir bestu hreinsunarþekkingu sem völ er á.
Hreinsun meltingarkerfisins hefur reynst mörgum vel við að vinna á liðverkjum, höfuðverk, svefnvandamálum, húðvandamálum og að sjálfsögðu líka meltingarvandamálum. Meltingarfærum er gefinn friður til að endurnýja og hreinsa og nokkurnveginn núllstilla kerfið til að það fari að vinna rétt. Þessu er kannski hægt að líka við það þegar tölvan er farin að hægja á sér og frjósa. Þá lokum við öllum gluggum og endurræsum.

Námskeiðið fer fram semsé um síðdegi frá 17:30 til 21:00. Fimmtudag 8. september hittumst við í Systrasamlaginu og í framhaldi höldum við hópinn á facebook á meðan hreinsun stendur. Jafnframt getið þið varpað spurningum á Heiðu Björk í tölvupósti meðan á hreinsun stendur.
Gaman er að segja frá því að fljótlega í framhaldi af þessu námskeiði heldur Heiða til Indlands í meira Ayurveda nám þar sem hún dvelur næstu mánuði.

Takmörkuð pláss í boði. 

22.000 kr.

VÖRULÝSING

Á námskeiðinu verður farið vel yfir hvernig best er að hefja 10 daga hreinsun, sem byggir á því að borða áveðinn mat og taka inn viss bætiefni og jurtir sem styðja við hreinsun líkama og anda. Fyrstu 10 dagarnir eru hreinsun, svo bætast 4 dagar við til að byggja líkamann aftur upp og styðja við endurnýjun vefja. Enginn verður svangur í þessari hreinsun. Hreinsunin felst í hreinsandi þremur máltíðum á dag ásamt bætiefnum og jurtum eins og hentar hverjum og einum.

Fjallað er um hvaða fæða gerir meltingarfærum og hreinsunarkerfi líkamans erfitt fyrir og hvaða leiðir er hægt að fara til að styrkja þau. Fylgt er mjög skýru, aðgengilegu og notalegu plani frá degi til dags. Heiða notast við þekkingrunn Ayurvedafræðanna sem leggja áherslu á að koma jafnvægi á hugar/líkamsgerðirnar þrjár, vata, pitta og kapha. Það verður skoðað með tilliti til þess að örva meltingar- og efnaskiptaeldinn “agni” og losa líkamann jafnt og þétt við “ama,” sem eru óæskileg úrgangsefni og eiturefni. Við mælum með tíu daga hreinsun sem skilar góðum árangri, minni sykurlöngun, fallegri húð, góðri orku, betri svefni, endurnýjun og uppbyggingu en síðan 4 dögum í endurnýjun og uppbyggingu.  

Það þarf að huga að fleiru en eingöngu líkamanum þegar gerð er heildræn Ayurveda hreingerning. 

Hugann þarf að taka með og losa um staðnaðar og letjandi hugmyndir og tilfinningar sem geta staðið andlegri heilsu fyrir þrifum. Á námskeiðinu verða kenndar öndunaræfingar og jógaæfingar sem styðja við hreinsun líkamans og meltingu næringarefna. Leiðir til að vinna að hreinsun huga og tilfinninga verða einnig kynntar. 

Þegar við hittumst þann 8. september, á fimmtudegi, verður boðið upp á bragðgóðar og nærandi veitingar sem styðja við hreinsunina. Jafnframt munu systur veita upplýsingar og vera til skrafs og ráðagerða flesta daga í Systrasamlaginu. Þær munu hafa tiltæk bætiefni og drykki sem styðja við hreinsun líkama og anda. Hér er því um að ræða einstaka nálgun og afar áhugaverðar stundir sem við hvetjum sem flesta til að fara djúpt inn í með Heiðu og systrum. 

Innifalið í námskeiði: 20% afsláttur af vítamínum og bætiefnum fyrir þátttakendur á meðan á námskeiðinu
stendur.
 

Góð gögn og uppskriftir fylgja. 2ja vikna eftirfylgni í lokuðum facebookhóp. 

Verð: 22.000 kr. 

10% afsláttur ef tveir eða fleiri úr sömu fjölskyldu vilja koma á námskeiðið. (Sendið okkur póst á systrasamlagid@systrasamlagid.is og við sendum ykkur
afsláttarkóðann).
 

20% afsláttur af fyrstu heimsókn Ayurveda ráðgjöf til Heiðu Bjarkar, þar sem farið er yfir prakriti (meðfædda líkamsgerð) og vikriti sem er mögulegt ójafnvægi í doshunum þremur.
Gildir til 1. maí 2023.

Hægt verður að kaupa kitschari og súpur sem hæfa hreinsunni í Systrasamlaginu meðan Ayurvedahreinsuninni stendur sem þyrfti að panta fyrirfram.
Við kynnum það nánar þegar við hittumst 7. september.

 

Sjá nánar um Ayurveda og heilsuráðgjöf Heiðu á www.heidabjork.com 

ÞÚ GÆTIR HAFT ÁHUGA Á