Select Page

Pistill

VETRARJURTIN ASHWAGANDHA. GEGN STREITU, STÍFLEIKA & HEILAÞOKU

Almennt | Greinar

HVAÐ ER PRANA?
Pranan er í raun fíngerð orka sem gefur öllum verum og sjálfu sköpunarverkinu lífsorku. Hún er nátengd öndun þó hún sé ekki að öllu leyti bundin henni. Hugmyndafræðilega er þetta orkan sem streymir frjáls og taktföst um líkamann og færir okkur orku, kraft, heilsu og jafnvel sjálfa gleðina. Þegar pranan mætir mótlæti og höktir, kunnum við að finna fyrir staðbundnum verkjum, stífleika, óþægindum, hræðslu eða óróleika sem dregur úr lífskrafti okkar. Allt veltur á hvar og hvernig hindranirnar birtast.

Ayurveda segja aðaluppsprettu prönunnar sjálft sólarljósið. Mikilvægi þess er vel þekkt og rannsakað. Orkan sem frá henni stafar er kveikja prönunnar sem hefur svo áhrif á allt líf. Þar á meðal jurtir og tré og sem og dýr og menn. Sólin er lífsnauðsynlegur og órjúfanlegur hluti tilvistarinnar og hefur líka áhrif á líðan okkar En hvað gerist þegar náttúran býður okkur upp á takmarkað sólarljós? Líkt og á haustin og veturna? Eitt er að fleiri halda sig inni en áður. Þó er eitt af því mikilvægasta sem við getum gert í skammdeginu er að fara út og viðra okkur þegar sól er hæst á lofti, jafnvel þótt við sjáum ekki til hennar. En það er líka mikilvægt og jafnvel lífsnauðsynlegt muna eftir að taka inn D- og K vítamín. Þó eru heldur betur fleiri leiðir til að viðhalda prönunni og hrista af okkur slenið og drungann.

HIN KRAFTMIKLA ASHWAGANDHA ER HAUST OG VETRARJURT
Í fyrsta sæti yfir frábærar haust- og vetrarjurtir er hin kraftmikla Ayurveda jurt ashwagandha sem bætir bæði geð og orku en það gerir hún með því að næra taugakerfið og draga úr órólegri vataorku/vetrarorku sem er einmitt orkan sem nú er að taka yfir, eða haust og vetur; kuldinn, þurra loftið og vindarnir. En ofan á það er streita af sama meiði, hin óþægilega birtingarmynd vataorkunnar bætist við vetrartíðina. Því skiptir nú öllu að lægja öldurnar innra með okkur.
Þannig getur vönduð lífræn ashwagandha jurt gert gæfumun. Um leið og hún dregur úr streitu, eykur hún orku og bætir svefn. Það stafar af því að hún hefur þá eiginleika að auka T3 og T4 skjaldkirtilshormónin sem koma jafnvægi á hormónabúskap líkamans. Og líka þar sem hún er það sem kallað er Yang jurt (samkvæmt kínversku læknisfræðinni) er hún jafnframt góð fyrir hreinsunarkerfi líkamans. Þá hafa margar rannsóknir á ashwagandha tengdar taugakerfinu lofað mjög góðu. Rannsóknir hafa m.a. sýnt að jurtin dregur úr hrörnun heilafrumna, skerpir minni og dregur úr hræðslu og depurð. Og eitt það áhugaverðasta er að ólíkt mörgum “róandi” og “geðlyfjum” eru engar aukaverkanir. Að þessu sögðu eru líka nokkrar áhugaverðar rannsóknir í gangi á áhrifum ashwagandha á tauga- og heilasjúkdóma á borð við Parkisons og Alzheimer sem þykja afar áhugaverðar.

MJÖG BÓLGUEYÐANDI
Hitt er að Aswagandha er jaframt mjög bólgueyðandi (sem m.a. dregur úr stífleika) og því eru vísindamenn einnig að skoða hana með tilliti til ýmissa tegunda krabbameina. Rannsóknir á tilraunastofu hafa sýnst að ashwahandha dregur úr vexti krabbameina í lungum, ristli, brjóstum, maga og húð. Þessar rannsóknir fólu líka í sér að sýnt þykir að ashwaganda truflar endurnýjun krabbameinsfrumna, sem er jafnvel ennþá áhugaverðara.

Svo eru það áhrif ashwagandha gegn streitu. En að auki er hún bakteríudrepandi sem sýnir að hún styrkir ónæmiskerfið. Því er hún einnig mjög góð vörn gegn margskonar flensum. Einnig er ótvírætt að ashwagandha er góð uppspretta náttúrulegrar orku. Hún lækkar kólesteról, kemur jafnvægi á blóðsykurinn og er adaptogenjurt sem þýðir að hún hefur mikla virkni og litlar sem engar aukaverkanir.

Ef þú þú ert að kljást við veðrabreytingar í sálinni í skammdeginu, flensu, orkuleysi, stífni og allskyns óþægindi gæti góð lífræn og vel unnin ashwagandha jurt, eins og fæst frá VIRIDIAN í Systrasamlaginu verið svarið.

Önnur frábær Ayurveda ráð gegn skammdegisdepurð og orkuleysi eru:

Pranayama öndun. Fyrir utan að reyna að fara út og ná í þá litlu birtu sem í boði er, er djúp og hnitmiðuð öndun auðvitað þungamiðja lífsins. Eins og felst í orðinu hjálpar Pranayama öndunin að virkja prönuna svo hún flæði um án hökts og hindranna. Þarna koma reynslumiklir jógakennarar að gagni sem geta kennt réttu tæknina.

Heitt oílunudd: Þetta er sannarlega lúxus sem við getum veitt okkur sjálf og kostar lítið. Heitt olíunudd hentar öllum líkamsgerðum, sérstaklega á þessum árstíma. Það dregur úr streitu og nærir inn að beini á þessum annars þurrasta tíma ársins þegar við erum gjarnan með þurra húð og stífari liði en venjulega. Gott er að bera olíu á sig áður en farið er í sturtu á morgnanna og/eða á iljarnar fyrir svefninn. Húðin er jú stærsta líffærið og notalegt olíunudd jarðtengir okkur. Best er að notast við lífræna sesamolíu eða olíublöndu sem eru sérstaklega búnar til fyrir vata/vetrartíðina.

Fæða sem dregur úr óþægindum vata, sem birtist m.a. í því að við verðum speisuð og orkuminni, er fæða sem færir jarðtengingu. Það er fæða sem er heit og nærandi. Hér er sérstaklega átt við heitar súpurkássur, góð te, jafnvel kaffi, og góðar og nærandi olíur og mikið af þeim. Matur sem þessi viðheldur lífsneistanum yfir haust og vetrarmánuðinasem t.d. hráfæði gerir harla, nema stundum með þá mjög sterkum og hitagefandi jurtum. Þó er ein leið náttúrunnar til að geyma lífsorku að safna í sig blaðgrænu. Það er því gott ráð að muna að hafa hið dökkgræna og hjartastyrkjandi með í máltíðum. Það á m.a. við þegar þið fáið ykkur þeyting. Þar er blaðgræna og engifer er gott kombó. Önnur krydd sem eru hitagefandi og góð á haustin og veturnar eru chilli og kardimommur. Flestir ættu að njóta þess að krydda matinn með engifer eða fá sér engiferskot yfir daginn. Það styrkir ónæmiskerfið, er hitagefandi og dregur úr verkjum og stífleika í skrokknum og færir okkur jarðtengingu.

Ps: Í dag snýst nýj­asta upp­ljóm­un vís­inda­heims­ins um hve mik­il áhrif vandaðar lækn­inga­jurtir geta haft áhrif á geð okk­ar, ekki síður en lík­ama. Við erum jú víst eitt­hvað annað og meira en bara efnið.
SJÁ ASHWAGANDAJURTINA Í NETSÖLU.

Nokkrar heimildir:
Puri, Harbans Singh. Rasayana: ayurvedic herbs for longevity and rejuvenation – Volume 2 of Traditional herbal medicines for modern times. s.l.: CRC Press, 2002. ISBN 0415284899, 9780415284899.
Panda S, Kar A. Withania somnifera and Bauhinia purpurea in the regulation of circulating thyroid hormone concentrations in female mice.  Journal Ethnopharmacology 1999, 67(2):233-9.
Panda S, Kar A. Changes in thyroid hormone concentrations after administration of ashwaganda root extract to adult male mice. Journal of Pharmacology 1998, 50:1065-1068.
Kalani A, Bahtiyar G, Sacerdote A.  Ashwagandha root in the treatment of non-classical adrenal hyperplasia. British Medical Journal Case Reports 2012, 10(1136).
Gupta SK, Dua A, Vohra BP. Withania somnifera (Ashwagandha) attenuates antioxidant defense in aged spinal cord and inhibits copper induced lipid peroxidation and protein oxidative modifications. Drug Metabolism Drug Interactions. 2003;19(3):211-22
Jayaprakasam B, Padmanabhan K, Nair MG. Withanamides in Withania somnifera fruit protect PC-12 cells from beta-amyloid responsible for Alzheimer’s disease. Phytotherapy Research. 2010, 24(6):859-63.